23.10.2005 kl. 01:29
Oil Well

Ég rekst oft á greinar þar sem höfundur þykist geta vísað á bug þeim ásökunum að innrás Bandaríkjanna í Írak hafi verið framkvæmd af fjárhagslegum ástæðum. Yfirleitt vísar höfundur í gríðarlegan kostnað innrásarinnar (sem er auðvitað upp á marga, marga milljarða bandaríkjadala), og segir að það tæki gríðarlegan tíma fyrir innrásina að borga sig upp með ólíunni í Írak. Þessa röksemdafærslu sá ég meðal annars í Newsweek, sem er jingóista skítablað.

Stöldrum aðeins við hér. Það má hæglega hrekja þessa röksemdafærslu:

1. Sú staðreynd að það taki óralangan tíma fyrir olíulindir Íraks að greiða upp kostnaðinn á stríðinu skiptir engu máli. Öflug einkafyrirtæki á borð við Haliburton o.fl. eru að stórgræða á Írak í dag. Stjórnmálamennirnir sem reka BNA eru handbendlar þeirra. Innrásin í Írak er sniðug leið til þess að koma peningum ríkiskassans óbeint í vasa þeirra, þar sem þeir kæmust væntanlega ekki upp með beinar greiðslur.

2. Olía er ekki eins og hver önnur vara. Hún er "strategic resource" og lífæð nútímaefnhagsveldis. Því er yfirráð yfir olíunni ekki bara spurning um peninga, heldur um vald og sjálfsnægt.

3. Það kemur bandarískum efnahag eflaust vel að senda "skilaboð" með innrásinni. Þetta setur þá í betri stöðu til þess að semja víðsvegar um heiminn. "If you don't do as you're told, we'll fuck you up"

Fyrir vikið þýðir ekkert að grafa upp einhverja obskúra tölfræði um beinan kost innrásarinnar og bera hann saman við einhvern beinan potential gróða af olíusölu næstu áratugina. Enn og aftur, "there's lies, damned lies and statistics", og apologistar fyrir stríðsrekstur Bandaríkjanna beita þeim öllum.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 23.10.2005 kl. 20:47
Steinn

ekki gleyma að Dick Cheney er fyrrverandi forstjóri Halliburton! flest fyrirtækin sem fengu góða díla í Írak eru fyrirtæki sem stóru Bush republicanarnir hafa setið í stjórn í.