20.10.2005 kl. 13:20

Reykið, krakkar mínir! Reykið!

Reykjum öll saman!

Eins og mönnum er ef til vill kunnugt, þá voru sett lög í fyrra sem banna jákvæða umfjöllun um tóbaksreykingar í íslenskum fjölmiðlum. Ég hyggst hér með láta reyna á þessi nasista-ritskoðunarlög með því að brjóta gegn þeim. Ég geri ráð fyrir því að þessi vefsíða mín teljist íslenskur fjölmiðill þar sem hún er hýst á Íslandi og efni hennar (eða a.m.k. þessi grein) er á íslenskri tungu. Jæja, látum á það reyna:

Ahh! Þegar ég vakna á morgnana er fátt unaðslegra heldur en að kveikja í fyrstu sígarettu dagsins. Sætur og hressandi ilmurinn af nikótínhlöðnum tóbaksreyknum skilur eftir sig hlýja og notalega tilfinningu við hjartaræturnar. Fyrsti andadrátturinn af guðdómlegum reyk fyllir mig sæluvímu og færir mig guðunum nær. Þetta er upplifun sem enginn ætti að missa af -- gefandi, heilbrigður, uppbyggilegur og skemmtilegur hluti af lífi mínu.

Krakkar mínir, sérstaklega þið undir lögaldri, treystið mér, það er kúl að reykja. Ekki trúa áróðrinum í skólanum, ekki gleypa við ruglinu í Þorgrími Þráinssyni, þetta er GOTT og HEILBRIGT.

Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist...


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi litli | 20.10.2005 kl. 13:36
Unknown User

Hvernig get ég orðið mér úti um sígarettur? Ég reyndi að kaupa þær í sjoppu, en bansett kerlingin vildi ekki afgreiða mig. Mig langar líka til að vera kúl!

Gummi Snær | 20.10.2005 kl. 13:36
Unknown User

Fæ ég meira að ríða ef ég reyki?

Sveinbjorn | 20.10.2005 kl. 13:38
Sveinbjorn

Siggi minn,

Þú getur líka orðið kúl. Ef kerlingin vill ekki afgreiða þig skaltu bara lemja hana og TAKA sígaretturnar. Hún hefur engan rétt til þess að neita þér um þjónustu!

Kæri Gummi Snær,

Svarið er já. Fólk sem reykir fær rosalega mikið að ríða. Treystu mér, ég veit.

Kveðja,

Sveinbjörn

Steinn | 20.10.2005 kl. 17:20
Steinn

Sveinbjörn, ég vil að þú farir þegar og tilkynnir framboð þitt til forseta Íslands þannig að þú getir farið um heiminn og boðað kennismíði þína almenningi utan Íslands. Heilar séu sígarettur! Húrra! Húrra! Húrraaaaa!