19.10.2005 kl. 14:25

Ég var að læra frábært nýtt orð í dag: kakistocracy. Hérna er það sem Wikipedia hefur að segja:

Kakistocracy refers to any system of management controlled by the least competent, least qualified or most unreliable members of a society.

The term is mostly bandied about by those critical of an established government, rather than seeing use in actual scholarly analysis or academic research.

It should be noted that kakistocracy refers to rule by incompetents, rather than outright evil or larcenous people, as is the case with a kleptocracy. However, the two are not entirely mutually exclusive, as it is possible to be both incompetent and greedy.

Nú er spurning um hvernig sé best að þýða þetta yfir á íslensku.

Fíflræði?

Vanræði?

Bjánaræði?

Er Ísland þá kannski kleptokakistocracy?


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grímur | 19.10.2005 kl. 18:20
Grímur

Sauðræði :)

Svanur | 19.10.2005 kl. 20:00
Svanur

Vanræði er reyndar helvíti flott verð ég að segja, en mun skemmtilegri tvíræðni er í vandræði. Má þá vísa í það að fyrst kakos þýðir slæmur, vondur, þá sjáum við vond verða vand með hljóðvarpi.

Níels | 20.10.2005 kl. 19:46
Níels

Óræði.

Sveinbjorn | 20.10.2005 kl. 20:10
Sveinbjorn

Veit ekki hvort ég get samþykkt það, Níels. Orðið verður að gefa til kynna að illa sé ráðið, ekki að það sé bara alls ekki ráðið yfirhöfuð.

Níels | 20.10.2005 kl. 22:13
Níels

Mjá, ég var að spá að það væri dregið af orðinu óráð, þú veist, það er óráð að gera eitthvað, jú kannski er það of djúpt í árinni tekið.

Dolli | 21.10.2005 kl. 04:54
Dolli

Vanræði fær mitt atkvæði.

Sveinbjörn | 21.10.2005 kl. 09:01
Sveinbjörn

Spurning um að breyta formlegu heiti Íslands úr "Lýðveldið Ísland" yfir í "Vanræðið Ísland" þá...