17.10.2005 kl. 15:55

Nú á dögum virðist hver einasti Gísli, Eiríkur og Helgi hafa svokallaða bloggsíðu. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, en flestir nýta sér ókeypis þjónustur vefheima eins og Blogspot, Blogger, o.s.frv. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu virðast allar þessar síður nota 10 punkta leturstærð -- stundum er letrið ljósgrátt, og hlekkirnir til hliðanna oft daufbláir á litinn. Þetta er hluti af tískubylgju sem hefur tröllriðið Netinu undanfarin 2-3 ár, og birtist fyrst á sérhönnuðum CSS-dómíneruðum fyrirtækjavefum, en hefur nú unnið sér leið niður í vefsíður litla mannsins, væntanlega gegnum eitthvað "Reaganomic trickle-down effect".

Ég er afar mótfallinn þessari tísku. Hún einkennist af svona "form-before-function" skítafílósófíu sem dregur úr notagildi og þægindum vöfrunar. Ég spyr: Hvort er þægilegra að lesa, þetta:

Ég vil að texti sé auðlesinn

eða þetta?

Ég vil að texti sé auðlesinn

Hér á síðunni minni nota ég svarta 13 punkta leturgerð sem er auðveld á augun jafnvel á lélegum CRT skjám. Ég hvet eindregið þá sem lesa þetta að hætta þessu smáleturs-rugli á vefsíðum sínum.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 17.10.2005 kl. 18:05
Sindri

hehe, kannast við þetta. Sumar síður eru með nánast ólesanlegan texta vegna þess að liturinn á fontinum gersamlega hverfur saman við bakgrunninn. En mér finnst 10 punktar allt í lagi. Ef hanna skal flotta og góða síðu þá verður útlitið og stíllinn að vera í lagi líka.

Árni | 17.10.2005 kl. 22:44
Árni

Semsagt sú skítafílósófía að vilja hafa eitthvað fallegt á síðunni sinni?

Sveinbjorn | 18.10.2005 kl. 06:26
Sveinbjorn

Sagði ég eitthvað um að það væri rangt að hafa fallegar síður? Nei.

Málið er að ég heimsæki almennt ekki vefsíður til þess að skoða hönnunina -- ég fer þangað í leit að efni til aflestrar, eða álíka. Það er gott og blessað að fara inn á síðu í fyrsta skipti, og sjá að hún er flott, etc, en subsequently þá langar manni bara að efni síðunnar sé auðlesið og aðgengilegt. Fyrir vikið, þá er ég á móti þeirri fílósófíu að *fórna* praktísku notagildi og aðgengilegheitum fyrir fagurfræðilega eiginleika. Ef menn geta sameinað þetta tvennt, þá er það auðvitað hið besta mál.

Þetta er eitt af ástæðunum afhverju ég les http://www.mbl.is/mm/greinilegur/">Morgunblaðsvefinn fyrir sjónskerta :D:

Sindri | 18.10.2005 kl. 12:46
Sindri

Haha...ekki vissi ég að það væri til sérvefur fyrir sjónskerta. Geta þeir ekki bara lært á vafrann og stækkað letrið sjálfir.

Sveinbjorn | 18.10.2005 kl. 12:54
Sveinbjorn

Þá er það ennþá svartur texti á hvítum grunni. Hvítur texti á svörtum grunni er vist auðveldari á augun. Ótrúlegt en satt, þá virðist fólk ekki hafa fattað ennþá að tölvuskjár er ekki ný tegund af pappír.

Svo hefur þessi Mbl vefur annan kost, það eru engar auglýsingar...