15.10.2005 kl. 15:09

Ég tók TOEFL prófið í morgun, þar sem það er nauðsynlegt til þess að fá inngöngu í framhaldsnám í enskumælandi löndum, en eins og ykkur er flestum kunnugt þá er ég að sækja um í nokkrum skólum í Bretlandi (og mögulega Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum).

Þetta próf stóð yfir í fjóra klukkutíma og var eitt það leiðinlegasta sem ég hef gert í langan tíma. Hlustunarspurningarnar voru verstar:

Male: "So, you're doing Biology instead of Physics?"

Female: "I thought it might be easier on my workload. I'm doing a lot of courses this semester"

What is the girl implying:

A [ ] That she wanted to study physics
B [ ] That she prefers biology to physics
C [ ] That she wanted some time for herself
D [ ] That she thinks studying biology will be easier than physics

Já, fjórar klukkustundir af þessum andskota.


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 16.10.2005 kl. 20:05
Sindri

Hehe. Já hljómar vel. En hvað með GRE-testið. Þarftu ekki að taka það ef þú ætlar til BNA?

Sveinbjorn | 16.10.2005 kl. 21:08
Sveinbjorn

Jú, mér skilst að GRE sé nauðsynlegt fyrir flesta skólanna þar. Reyndar ekki viss ennþá hvort ég sæki um í Bandaríkjunum.

Dolli | 16.10.2005 kl. 21:59
Dolli

TOEFL á að vera mjög basic í flestum háskólum í bandríkjunum þyriftir þú ekki einusinni að taka það því SAT verbal score-ið þitt ætti að gilda í staðinn. GRE er nákvæmlega sama ruglið og SAT nema bara aðeins erfiðara. Í stærðfræði hlutanum testa þessi próf basically hvað þú ert góður í að gera trick dæmi hratt og hvað þú þekkir mikað af obskúrum orðum í verbal hlutanum. Einn prófessorinn hérna var tölfræði gögn um SAT score og framistöðu í háskóla og það var einginn fylgni milli þess.

Svanur | 17.10.2005 kl. 05:28
Svanur

Það er mun skemmtilegra að taka þessi próf á tölvu. Þá getur maður að einhverju leyti stjórnað eigin hraða, ég kláraði allavega þetta TOEFL-próf á tveimur og hálfum tíma þegar ég tók það i London í fyrra. Reyndar var ég skelþunnur en það kom ekki að sök.

Sveinbjorn | 17.10.2005 kl. 06:02
Sveinbjorn

Verst að ég er löngu búinn að týna niðurstöðublaðinu mínu úr SAT prófinu frá 2001. Reyndar skiptir það e.t.v. ekki öllu máli, þar sem niðurstöðurnar úr prófinu eru búnar að firnast -- 4 ár síðan.

Það er samt hálf asnalegt að þurfa að taka TOEFL, sem er fyrir útlendinga, þegar maður skorar topp 4 prósent worldwide í SAT, sem er hugsað fyrir þá sem hafa ensku sem fyrsta mál.

Sindri | 17.10.2005 kl. 13:21
Sindri

GRE-prófið er náttúrlega fyrir þá sem ætla í graduate nám. Ég skoðaði það fyrir eðlisfræði fyrir nokkru og í því voru 100 spurningar sem klára átti á tveimur og hálfum tíma. Það þýðir að maður hefur eina og hálfa mínútu á hverja spurningu. Margar hverjar eru laufléttar en samt sem áður held ég að 2.5 klst sé bara alltof lítill tími. Ég held að það sé ekki gert ráð fyrir því að maður nái að klára þetta.

Sveinbjorn | 17.10.2005 kl. 13:26
Sveinbjorn

Það var líka þannig með SAT prófið -- það var hreinlega ómögulegt að klára allar spurningarnar á tilsettum tíma, jafnvel þótt maður gæti alveg leyst þær, per se. Þess vegna var ég mjög impóneraður þegar Dolli sagði mér að einhver kínverskur gaur sem hann kannaðist við hefði fengið 100% rétt svarhlutfall. Sá hefur verið fljótur...