15.10.2005 kl. 14:52

Marxismi hægristefnu: Innsæisrík grein um libertarianisma sem hittir á naglann a.m.k. sálfræðilega.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

steinn | 15.10.2005 kl. 19:10
Unknown User

ég ætlaði að lesa þessa grein þar til ég sá "the american conservative". ég held að tíma mínum sé betur varið!

Sveinbjorn | 15.10.2005 kl. 19:57
Sveinbjorn

Grein getur verið góð, hvort sem þú ert sammála stefnu blaðsins sem hún er birt eður ei. Að afskrifa allt baserað á hvaðan það kemur er ekkert nema heimskulegir fordómar. Það er eins og að neita að nota ljósaperur út af því að Thomas Alva Edison kom illa fram við starfskraftinn sinn...

Geir | 17.10.2005 kl. 06:57
Geir

Innsæisrík? Þetta er hræðileg grein úr verstu afkimum forræðishyggjunnar:

" forget that for much of the population, preaching maximum freedom merely results in drunkenness, drugs, failure to hold a job, and pregnancy out of wedlock."

Að þú skulir vísa í greinina en eitt, en að kalla hana innsæisríka og segja að hún hitti naglann á höfuðið "sálfræðilega" er ..vonbrigði.

Sveinbjorn | 17.10.2005 kl. 10:42
Sveinbjorn

Geir, ég er langt frá því að vera fylgjandi þeirri stefnu sem The American Conservative boðar, þá sérstaklega í félagsmálum, þar sem ég er fylgjandi nær algeru frjálsræði. Auðvitað verður maður að taka þessu with a grain of salt, eins og segist. Þetta passage sem þú vitnar í er t.d. e-ð sem ég er mjög ósammála, en aftur á móti vekur þessi Locke gaur a.m.k. nokkra athyglisverða punkta sem mér hafði t.d. ekki dottið í hug:

"Libertarians need to be asked some hard questions. What if a free society needed to draft its citizens in order to remain free? What if it needed to limit oil imports to protect the economic freedom of its citizens from unfriendly foreigners? What if it needed to force its citizens to become sufficiently educated to sustain a free society? What if it needed to deprive landowners of the freedom to refuse to sell their property as a precondition for giving everyone freedom of movement on highways? What if it needed to deprive citizens of the freedom to import cheap foreign labor in order to keep out poor foreigners who would vote for socialistic wealth redistribution?"

og

"Empirically, most people don’t actually want absolute freedom, which is why democracies don’t elect libertarian governments. Irony of ironies, people don’t choose absolute freedom. But this refutes libertarianism by its own premise, as libertarianism defines the good as the freely chosen, yet people do not choose it. Paradoxically, people exercise their freedom not to be libertarians"

og síðan

"The political corollary of this is that since no electorate will support libertarianism, a libertarian government could never be achieved democratically but would have to be imposed by some kind of authoritarian state, which rather puts the lie to libertarians’ claim that under any other philosophy, busybodies who claim to know what’s best for other people impose their values on the rest of us. Libertarianism itself is based on the conviction that it is the one true political philosophy and all others are false. It entails imposing a certain kind of society"

Fyrir mitt leyti, þá væri ég áhugasamur um að heyra svör frá þér við þessum spurningum og gagnrýni Lockes. Það er ekki nóg bara að segja að þessi gaur sé einhver forræðishyggjutýpa -- það svarar ekki gagnrýnispunktum hans á libertarianisma...

Geir | 17.10.2005 kl. 17:16
Geir

Tilvitnun I:
Hugsanlega þyrfti ríkið (ef eitthvað væri) að ráða menn til að verjast erlendri árás. Herkvaðningu er einfaldlega ekki hægt að réttlæta. Aðrar spurningar eru mótsagnir sem ég svara með: "Hvað ef vinstrimenn þyrftu að skilgreina rauðan lit sem bláan til að fá fólk til lits við sósíalisma?" Skot út í bláinn. Ef frjálst samfélag þarf á höftum og ríkisafskiptum að halda til að vera frjálst, þá er samfélagið ekki frjálst samfélag.

Tilvitnun II:
Þetta má skýra á sama hátt og af hverju miðjuflokkar eru alltaf stærstir: 50% kjósenda eru undir ákveðnum tekjumörkum, og 50% yfir. Til að neðri 50% nái völdum reyna þau að ná til næsta eina prósents, og til að efri 50% nái völdum þurfa þau næsta prósent neðan við efri 50% (sumsé efstu 51%). Niðurstaðan: Miðjuflokkar stærstir. Empirically er því rétt að flestir vilja ræna þann helming samfélagsins sem þeir tilheyra ekki. Þýðir samt ekki að fólk verði ekki fegið frelsinu þegar það fær það.

Tilvitnun III:
Vangaveltur út í bláinn. Frjálshyggjumenn eru staðfastlega friðsamir í skoðanaútbreiðslu sinni, og sætta sig við hægan en stöðugan framgang, sem stundum felst ekki í öðru en að draga aðra flokka lengra til hægri þótt aldrei verið til hreinn frjálshyggjumeirihluti.