11.10.2005 kl. 17:50

Ég lenti eitt sinn í samræðu við vinnufélaga mína hjá Vefsýn um hvernig skyldi segja táknið @ á íslensku, og það spruttu upp tvö sjónarmið: annars vegar að segja 'hjá' (t.d. sveinbt hjá hi punktur is) eða 'að' (t.d. sveinbt að hi punktur is). Nú höfðu bæði sjónarmið eitthvað til síns máls. Orðið 'hjá' hefur nú fests sæmilega vel í málinu, en ég get ekki fallist á það af þeirri einföldu ástæðu að táknið '@' er stafurinn 'a' inni í hring, og því villandi ef það skal tákna orðið 'hjá' í íslensku. En orðið 'að' er ekki nægilega lýsandi -- 'að' hverju? Það virkar klunnalegt.

Ég legg til að þetta verði 'á' -- t.d. sveinbt á hi punktur is -- það er alveg sæmilega rökrétt að '@' táknið feli í sér orðið 'á'. Síðan er netfangið auðvitað hýst á vélinni sem viðkomandi lén vísar í.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Árni | 11.10.2005 kl. 19:16
Árni

Ekki bara halda í "ATT"?

Svanur | 11.10.2005 kl. 23:51
Svanur

Sáttur við á-ið

Gunni | 12.10.2005 kl. 11:03
Gunni

Það virðist vera widespread misskilningur á því hvaðan þetta tákn kom og hvað það táknaði upphaflega.

Þetta stendur fyrir "ad" í latínu, sem shorthand ef þú ert að skrifa t.d. lista af vörum og verðum.

Engin ástæða til að vera að perverta þetta eitthvað frekar, if you ask me, "at" er close enough ;)

http://www.askoxford.com/asktheexperts/faq/aboutsymbols/atsign

Magnusson | 12.10.2005 kl. 14:15
Magnusson

The great Unclean One demands the "att"!

Sveinbjorn | 13.10.2005 kl. 07:48
Sveinbjorn

Aaah...latínusletta. Líst vel á það. Ekki vil ég valda honum Friðbirni Orra vonbrigðum. ;)