29.9.2005 kl. 19:40

Í dag skrifaði Geir nokkur Ágústsson færslu á blogg frjálshyggjumanna sem ber heitið "Að gera Jesús [sic] úr manni". Í þessari færslu segir Geir það "að skapa verðmæti þar sem engin voru áður, [að] finna nýjar leiðir til að lækka vöruverð og bola keppinautum af markaðnum með hjálp neytenda og notenda, [...] að vera snjallari en við hin, [...] [að] sjá tækifæri þar sem aðrir sjá einokun eða erfiðleika" vera "hugarfarið sem skilur Íslendinga frá öpunum."

Nú ætla ég rétt að vona fyrir sakir okkar allra að það séu aðrir og betri hlutir sem skilji Íslendinga frá öpum, þ.á.m. listir, menning, heimspeki og hið mælta mál. En greinilega er ég á röngum slóðum, líkt og Aristóteles, sem sagði það eðli mannsins að vera skynsöm tvífætt lífvera.

Gordon Gecko

En hér er ekki numið staðar -- þetta gerist enn betra: "Á meðan við höfum græðgi þá höfum við hvata sem mun lyfta okkur enn hærra en okkur getur dreymt um." Já, það er nú aldeilis. Mér verður helst hugsað til spekúlantsins Gordon Gecko úr kvikmynd Olívers Stone, Wall Street:

The point is, ladies and gentleman, that greed -- for lack of a better word -- is good.

Greed is right.

Greed works.

Greed clarifies, cuts through, and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms -- greed for life, for money, for love, knowledge -- has marked the upward surge of mankind.

Þetta er athyglisverð lífsspeki. Lítum á hvað orðabók hefur um græðgina að segja:

greed
    n 1: excessive desire to acquire or possess more (especially 
      more material wealth) than one needs or deserves
    2: reprehensible acquisitiveness; insatiable desire for wealth
     (personified as one of the deadly sins) [syn: avarice, 
      covetousness, rapacity, avaritia]

Kannski er ég bara eitthvað úr takt við hýperkapitalistískann samtímann, en mér hefur ávallt skilst að græðgi sé löstur en ekki dyggð.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Árni | 30.9.2005 kl. 02:00
Árni

Touché!!!!!

Magnusson | 30.9.2005 kl. 15:44
Magnusson

Evil, for the lack of a better word, is good!

Grímur | 2.10.2005 kl. 11:45
Grímur

Þetta er náskylt því að segja að leti sé undirstaða allrar vísinda- og tækniþróunar. Því hvert er markmið allrar þessarar tækni annað en að gera líf okkar auðveldara - þ.e. þjóna leti okkar?

Sveinbjorn | 2.10.2005 kl. 17:04
Sveinbjorn

Já, Grímur. Það er mjög redundant pæling -- menn skapa ekki tækni og vélar til að þeir geti unnið minna. Ef svo væri, þá hefðu vinnutímar átt að minnka statt og stöðugt undanfarin 200 ár. Tæknin hefur aðallega gert okkur kleyft að afkasta meira á sama tíma.

Hvað græðgina snertir, þá hef ég aldrei álitið það vera mannkost eða dyggð að vera gráðugur....nei, ekki á neinn hátt. Hófsemi, meinlæti, sjálfsagi, þetta eru dyggðir. Græðgin, nei. Og velgengni kapítalískra landa ekki græðginni að þakka, heldur vinnusemi, heiðarleika og stöðugleika. Þau lönd sem hafa tekið upp frjálsan markað án þessara stoða hafa ekki náð mjög góðum lifnaðarhag fyrir hinn almenna mann, sbr. Chile og fleiri S-Amerísk lönd undir áhrifum frá The Monroe Doctrine.

Geir | 4.10.2005 kl. 07:36
Geir

Mæli með því að þið hafið augun opin fyrir Fréttablaðsgreinum í vikunni ef hin örfáu DV-orð voru allra þessara hugleiðinga verð.

Kv. Geir nokkur Ágústsson

Geir | 8.10.2005 kl. 08:44
Geir

Fréttablaðið 8. október, bls 12

Kv.
Geir nokkur Ágústsson