26.9.2005 kl. 14:57

Úr Morgunblaðinu í dag:

Segja hagnað af tóbakssölu notaðan til að niðurgreiða áfengi

Svo virðist sem hagnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) af sölu tóbaks sé notaður til þess að niðurgreiða rekstur á sölu áfengis, að mati Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sem beita sér fyrir því að sala á áfengi verði gefin frjáls.

"Það er verið að fara með rangt mál þegar því er haldið fram opinberlega eins og hefur verið gert að álagningin hjá ÁTVR sé svo lág, þeir komist af með 13% álagningu á léttvíni til dæmis. Þetta er bara ekki rétt, það er tóbakið sem stendur undir þessu," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ.

Varlega metið er tap ÁTVR af sölu áfengis á síðasta ári um 260 milljónir króna, en alls varð 473 milljón króna hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári, segir Sigurður. Ekkert kemur fram í ársskýrslu ÁTVR fyrir síðasta ár að um tap sé á sölu áfengis, en Sigurður segir að með því að reikna út kostnað fyrirtækisins og bera hann saman við hagnað af sölu tóbaks annars vegar og áfengis hins vegar komi tapið í ljós.

...

Helvítis djöfulsins merðir...


7 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 26.9.2005 kl. 20:07
Steinn

hvaða helvítis kjaftæði er þetta?!?!?!?!?!?!?! hvernig getur átvr verið rekið með tapi? þeir selja sígarettur í bulki til verslanna og selja áfengi í eigin verslunum, þar sem þeir eru með einokunarstöðu? það hlýtur eitthvað virkilega mikið að vera að í þessu batteríi. ekki nema það að það fari svo svakalega mikið í ríkiskassann að þeir þurfa að borga með. kannski, en allaveganna er eitthvað ógeðslega gruggut við þessar tölur! BIG TIME!!!

Arnaldur | 27.9.2005 kl. 00:00
Arnaldur

Já þetta er eitthvað fucked. Allt of mikið af kóki og mellum einhverstaðar!

Aðalsteinn | 27.9.2005 kl. 00:12
Aðalsteinn

Maður er farinn að verða skeptískur þegar svona hagsmunahópar eru að birta svona skýrslur. SVÞ vill áfengi í verslanir svo þeir geti grætt á því. En svo matreiða þeir þetta þannig að þetta sé hugsað til hagsbóta fyrir landann.

Finnst ykkur líklegt að ef ríkið ákvæði í framhaldi af þessari skýrslu að sjá að sér og gefa áfengissölu frjálsa að þeir lækki þá verð á sígarettum til að koma til móts við þann hluta af hagnaði við sölu þeirra sem fór í að niðurgreiða áfengissölu?

Svanur | 27.9.2005 kl. 01:45
Svanur

Þetta hlýtur að vera hugsað út frá öðrum forsendum en þeim að ríkið hirði hrikalega háan skatt af áfenginu. Ef það er svo hugsað að skatthagnaðurinn sé ekki inni í reikningum ÁTVR gæti vel verið að ÁTVR sé að tapa, þó það sé náttúrulega hörkuhagnaður af sölu þess ef litið er til þess að ÁTVR er ríkisfyrirtæki oog ríkið er í raun að græða big time á þessu. Þetta er náttúrulega það sem fólk í viðskiptum skemmtir sér við að gera. Leika sér með tölur og vonast til þess að enginn hugsi út í hvar nákvæmlga allir peningarnir enda að lokum. Til dæmis, víxleignir flestra íslenskra fyrirtækja í dag, þá geta þau gefið í skyn tap á hinu og þessu þó nokkrir einstaklingar séu í raun allir að græða á tá og fingri.

Aðalsteinn | 27.9.2005 kl. 10:32
Aðalsteinn

Í þessum tölum er að sjálfsögðu ekki skatturinn sem ríkið tekur, bara sú upphæð sem ÁTVR leggur á sjálf.

Arnaldur | 27.9.2005 kl. 12:29
Arnaldur

Já. En, ég verð að vera sammála Aðalsteini, það er ólíklegt að þeir eigi eftir að lækka álagningar á sígó. Those bastards!!! I like my fags with my beer and coffee.

Sveinbjorn | 27.9.2005 kl. 19:01
Sveinbjorn

Haha

Arnaldur likes fags.