26.9.2005 kl. 14:17

Jæja, ég er með gátu sem ég skora á fólk að leysa:

Einn morguninn ákveða þrír menn, Herra Svartur, Herra Grár og Herra Hvítur að leysa deilur sín á milli með því að fara í "tvívígi" með skambyssum þar til aðeins einn stendur eftir. Herra Svartur er lélegasta skyttan, og hittir það sem hann miðar á í þriðja hvert skipti, að meðaltali. Herra Grár er betri skytta, og hittir í mark að meðaltali tvö af hverjum þremur skiptum. Herra Hvítur er besta skyttan, og hittir í mark í hvert einasta skipti. Til að gera tvívigið sanngjarnara, hafa þeir sett það upp þannig að Herra Svartur fær að skjóta fyrst, og honum fylgir Herra Grár (ef hann er enn lifandi), og loksins Herra Hvítur (ef hann er enn lifandi), og svona mun það fara hring eftir hring þar til aðeins einn stendur eftir.

Spurningin er þessi: Hvert ætti Herra Svartur að miða fyrsta skotinu sínu?


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 26.9.2005 kl. 23:58
Arnaldur

Ég held að ég myndi nú bara skjóta sjálfan mig ef að ég væri Svarthöfði. Mér sýnist hann nú vera að fara að verða frekar fucked. En annars finnst mér einhvernvegin eðlilegt að reyna að stúta Hvítum af mestum mætti. Cause that's a dangerous muthafucka!

Dolli | 27.9.2005 kl. 01:19
Dolli

Það borgar sig fyrir greyið svartan að skjóta út loftið því að þá munn grár drepa hvítan með 2/3 líkum ef það klikar drepur hvítur gráan, hvort sem er þá fær svartur eitt skot til að lifa 1/3. Ef hann miðar á gráan og drepur þá drepur hvítur hann í næsta skot eða ef hann miðar á hvítan og hittir þá deyr hann sjálfur á 2/3. Annars mundi ég núna flýja ef ég væri hann.

Sveinbjorn | 27.9.2005 kl. 01:40
Sveinbjorn

Dem, góður Dolli. Gúglaðirðu þetta, eða fannstu lausnina sjálfur?

Dolli | 27.9.2005 kl. 14:01
Dolli

Ég fann laustina sjálfur ég sá að það hlaut að vera eitthvað trick og það eru ekki margir möguleikar fyrir svartan, svo sá ég að það var eitt komment kommið þannig að ég tékkaði á þessu áður en ég ýtti á comment linkinn.

Annars er það mjög fyndið áður en ég kom hingað var ég á http://en.wiktionary.org/wiki/google#Transitive_verb og þeir eru með þýðingar á sögninni google á önnur tungumál ég var akkurat að pæla í hvort íslenska útgáfan væri kominn í notkunn og kem hingað að sé hana í comentinu fyrir ofan.

Halldor Eldjarn | 27.9.2005 kl. 21:05
Halldor Eldjarn

Minn óþroskaði heili skilur ekki svona... :D