23.8.2005 kl. 18:23

Furðulegur heimur...

Ég fékk tölvupóst núna áðan, og í kjölfarið, símhringingu frá Kaliforníu. Þar ræddi ég við framkvæmdastjóra Bandarísks netfyrirtækis (sem hér verður ekki getið, en flestir þekkja það), og þróunarstjóra fyrirtækisins, og þeir létu í ljós áhuga á að ráða mig í verktakavinnu við að þróa útgáfu af hugbúnaðinum sínum.

Ég er búinn að fá leyndarsamning sentan til mín -- eftir að ég hef faxað þeim eintak með undirskrift, þá mun ég fá í hendurnar kóðann, athuga hvort ég hafi áhuga og gefa þeim svar mitt.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Árni | 23.8.2005 kl. 19:19
Árni

Til hamingju með þetta scheisselhaüs tilboð.

Sindri | 23.8.2005 kl. 20:30
Sindri

Nú nú góður Sveinbjörn. Þú ert að meika það í hugbúnaðargeiranum. Mér sýnist þú vera á góðri leið með að verða sú forritunargrunta sem þú óttast hvað mest að verða. ;) hehe.

Til hamingju

Steinn | 24.8.2005 kl. 01:27
Steinn

frábært, tilhamingju með það og ég ætla að minna þig á það að þú skuldar mér feitt fyllerí síðan síðasta veðmál!

Húrra fyrir tölvukóðamanninum!

Einar Jón | 24.8.2005 kl. 10:50
Einar Jón

Helvíti flott.

Passaðu bara að það standi ekkert um vaselín og tilheyrandi í smáa letrinu - sum fyrirtæki eiga það til að láta mann skrifa upp á tóma vitleysu.

Sveinbjorn | 24.8.2005 kl. 11:34
Sveinbjorn

Steini: Hvaða veðmál?

Steinn | 25.8.2005 kl. 02:02
Steinn

þú veist havaða veðmál ég er tala um. síðan á föstudaginn. ekki fara á beila á mér maður.

Sveinbjorn | 25.8.2005 kl. 10:45
Sveinbjorn

Sorrý, veit ekkert hvað þú ert að tala um...

Marta | 26.8.2005 kl. 05:57
Marta

Congrats!

Hjalti | 30.8.2005 kl. 18:19
Hjalti

Já, þetta var vel af sér vikið...stoltur af þér, drengur.

Siggi | 2.9.2005 kl. 16:29
Siggi

Það var laglegt!
Way to go ;)