15.8.2005 kl. 12:33

Fyrr í ár keyrði Alþingi í gegn ill nasistalög sem gefa lögreglunni aðgang að skrám yfir GSM-síma og netnotkun landsmanna án þess að þurfa dómsúrskurð.

Skrifið undir mótmæli hér.

Alltaf frábært að heyra rök á borð við: "Íslendingar eru að verða eftir á í nútíma löggæslu, samanborið við nágrannalöndin."

Já, það er rétt. Við erum alveg hrikalega eftir á. Sú staðreynd að nágrannalönd okkar hafi keyrt í gegn evil government surveillance lög er auðvitað góð og gild ástæða fyrir því að gera slíkt hið sama. Við viljum ekki vera eftir á.