11.8.2005 kl. 16:18

Ég heyri oft svona sófa-pólitíkusa tala um að sjálfstæðismenn hafi verið svo gríðarlega duglegir að greiða niður skuldir ríkisins. Sjaldnast geta þessir menn vísað í einhverjar konkret tölur. Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er enn mjög skuldugt.

Úr vefriti fjármálaráðuneytisins:

Útistandandi skuldir ríkisins eru 253 milljarðar íslenskra króna, sem nema um 87% af fjárlögum ríkisins í fyrra. Greiddir vextir af þessum skuldum voru 14 milljarðar árið 2004, eða um 5% af tekjum ríkisins það árið.

Þetta er heilmikill peningur. Og jafnvel þótt þessir 67 milljarðar sem fengust frá sölu Símans færu einungis í niðurgreiðslu skulda (en það mun ekki gerast, því stór hluti af þessu er eyrnamerkt fyrir nýtt hátæknisjúkrahús -- Davíð sagði það, og verður það gert), þá sæti ríkið ennþá uppi með um 186 milljarða skuldabagga.

Hugsið um þetta svona: Með þeirri upphæð sem fer í afborganir mætti reka tvo Háskóla Íslands til viðbótar eða veita öllum 5000 glæpsamlega illa launuðu starfsmönnum ríkisspítalana %20 launahækkun.

Fólkið sem stjórnar þessu landi eru fífl.


19 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 11.8.2005 kl. 16:57
Steinn

ég væri til í að fá 20% launahækkun. ég er hvorki meira né minna en með 114.000 kr. grunnlaun á mánuði! Ég vinn mjög krefjandi starf, meira krefjandi en flestum grunar og ég fæ borgað kúk og kanil! Sveiattann!

Gunni | 11.8.2005 kl. 17:15
Gunni

Ríki geta oft gefið ansi nákvæmega mynd af hugarfari þegna sinna. Líttu á skuldastöðu íslenskra einstaklinga, t.d.

Verst að þegar ríkið fer yfir á kortinu er ekki hægt að hringja í mömmu og láta hana borga ísinn.

p.s. hvernig í helvítinu fór maðurinn annars að því að fá synjun á kort frá banka sem hann fokking á sjálfur?

Sveinbjorn | 11.8.2005 kl. 17:24
Sveinbjorn

Smá viðauki:

Af þessum skuldum ríkisins, eru 141 milljarður erlendar skuldir. Það dælast þannig 9 milljarðar króna beint úr ríkiskassanum, út úr landinu, út úr íslenska hagkerfinu.

Gunni | 11.8.2005 kl. 17:54
Gunni

Ég er að reyna að finna samanburð við önnur ríki en þessar tölur eru frekar useless því þær eru almennt ekki notaðar sem viðmið.

En skuldir okkar miðað við þann benchmark eru 35.9% af GDP, 2004! Samt ekki eins slæmt og Bandaríkin, sirka 65% þar. Kína er með sirka 31%, en aumingja Japan er með sirka 165%! 65% hérna í Deutschland, 40% í Bretland og 67% í Frakklandi.

Séð þannig er þetta ekki ÞAÐ slæmt, 42% hjá frændum okkar Dönum, 33% in oil rich Norway og 52% í Sverige.

Sveinbjorn | 11.8.2005 kl. 18:01
Sveinbjorn

Nei, tölurnar þínar hljóta að vera rangar. Noregur hefur fyrir löngu greitt upp allar erlendar skuldir með olíupeningnum, og er núna eitt af örfáu skuldlausu þjóðunum í heiminum.

Sveinbjorn | 11.8.2005 kl. 18:05
Sveinbjorn

USA GDP er rúmlega 8 trilljónir. Það skal enginn segja mér að bandaríska ríkið skuldi 5-6 trilljónir. I'm not buying it.

Aðalsteinn Hákonarson | 12.8.2005 kl. 00:03
Aðalsteinn Hákonarson

Það er oft þannig að það er talið saman allar skuldir ríkisins, ekki bara ríkissjóðs. Noregur skuldar örugglega helling þótt ríkissjóður Noregs geri það kannski ekki.

Svo er þetta stundum ekki svo einfalt. Það að greiða upp skuldir getur verið óhagstætt því það lækkar gengið hjá landinu. Þess vegna held ég að undanfarið hafi ríkisstjórnin ekki verið að greiða niður lán heldur frekar safnað birgðum. En kannski er ástæða þess að núna mæla helstu hagfræðingar Íslands með niðurgreiðslum að gengið má alveg lækka.

Sveinbjorn | 12.8.2005 kl. 09:26
Sveinbjorn

Af hverju lækkar gengið ef ríkið er skuldlaust?

Þar sem gjaldeyririnn krónan er í raun á ábyrgð íslenska ríkisins, þá hefði maður haldið að skuldlaus ríkisstjórn hefði meira traust og að gengið væri hærra fyrir vikið.

Gunni | 12.8.2005 kl. 12:46
Gunni

Þessar tölur eru úr CIA World Factbook, googling around sýnist mér að skuldir Bandaríkjanna séu raunar nær 7.8 trilljónum as of Maí 2005.

En þetta er auðvitað allt spurning um hvað er talið með.

Gunni | 12.8.2005 kl. 12:48
Gunni

http://www.answers.com/topic/u-s-public-debt

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_the_United_States_of_America

http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/rankorder/2186rank.html

"The borrowing cap debt ceiling as of 2004 stood at 8.2 trillion. At the current rate of growing indebtedness, this level will be reached sometime in 2005. It is expected that Senate will approve further increase of the cap, sometime before the ceiling is reached."

"The U.S. public debt, commonly called the national debt or the gross federal debt, is the amount of money owed by the the United States federal government. This does not include the money owed by states, corporations, or individuals. As of May 2005, the total government debt is approximately $7.8 trillion, i.e. $7,800,000,000,000 ($7.8 × 1012). This is more than ten times the amount of United States currency in circulation as of 2005, estimated to be $730 billion ($7.3 × 1011). The debt can also be measured as a fraction of the nation's gross domestic product (GDP); at present, U.S. public debt is about 65% of the GDP, a rather average level when compared to other nations."

Gunni | 12.8.2005 kl. 12:55
Gunni

Og, já, btw, rökin um gengið tengjast ákveðinni aðferð til að borga niður skuldina - ekki inherent í því að skuldin sé borguð (if I remember my economics correctly, that is).

Það er að segja, oft eru skuldir "greiddar niður" eða minnkaðar sem prósenta af hagkerfinu með því að auka hreinlega magn peninga í umferð. Þetta fellir gengi, eðlilega, um leið og það dregur úr skuldunum.

Gunni | 12.8.2005 kl. 12:59
Gunni

BTW, sorry to flood, en þetta með Noreg snýst um muninn á external og public debt. Þeir eru net external creditor, en skulda samt 33% af GDP í public debt, t.d. til innlendra banka.

Aðalsteinn | 12.8.2005 kl. 14:14
Aðalsteinn

Ef svona miklar fjárhæðir í krónum eru sendar úr landi í einu til að borga niður skuldir þá lækkar gengi krónunnar því í raun er verið að selja mikið af krónum.

Aðalsteinn | 12.8.2005 kl. 14:16
Aðalsteinn

Eða eitthvað... ég kann svosem ekki mikið á þetta.

Sveinbjorn | 12.8.2005 kl. 14:40
Sveinbjorn

Varðandi Noreg: Já, sure, ég efast ekki um að norska ríkið skuldi innlendum bönkum, en það er allt annar pakki. Þeir hafa enga "external creditors" -- fyrir vikið þjóta allar skuldagreiðslur ríkisins beint aftur inn í hagkerfið.

Gunni | 12.8.2005 kl. 14:49
Gunni

Aðalsteinn: exactly, og ef þú tekur bara lán hjá Seðlabankanum til að greiða innlendar skuldir þá effectively devaluaru currency-ið líka.

Varðandi Noreg og Ísland þá erum við frekar extreme dæmi, ALLAR skuldir Noregs eru innlendar á meðan mest allar okkar skuldir eru erlendar. Í langflestum tilvikum er einhverskonar balance, svo það er vissulega just about eins mikill munur á stöðu Íslands og Noregs og hugsast getur, nema auðvitað að skuldir okkar eru ekki eins háar og þær gætu verið.

Sveinbjorn | 12.8.2005 kl. 14:51
Sveinbjorn

Eitt í viðbót --

Ef bandaríska federal government skuldar 65% af vergri þjóðarframleiðslu, þá ættu afborganirnar að krefjast massívrar skattpínu á þjóðina, right? En svo virðist ekki vera...

En hey, ég er enginn hagfræðingur. Það er ábyggilega einhvers konar economovoodoo í gangi...

Gunni | 12.8.2005 kl. 15:24
Gunni

That's why you're in philosophy, and why I envy you for it ;)

USA er í unique aðstöðu, þeir hafa fræðilega séð möguleika á endalausum lánum án þess að fokka upp restinni af hagkerfiny af því að þeir geta tekið lán í eigin minnt. The allmighty dollar is not just a reflection of American power, it's a key reason for it.

Sveinbjorn | 12.8.2005 kl. 15:32
Sveinbjorn

Mér skilst að Kínverjar sitji á gríðarlegu magni af dollurum, og að þeir hafi haldið því yfir höfði USA að skipti því yfir í evrur. Þannig skipting hefði mikil áhrif á gengi dollarans...