6.8.2005 kl. 19:14

Sandman

Sandman

Ég skaust í Nexus í hádegishléinu í vinnunni í gær og keypti mér myndasögubækur fyrir tíu þúsund krónur. Meðal annars endurkeypti ég "Preacher: Alamo", síðustu bókina í seríunni, til að eignast aftur Preacher í heild sinni, eftir að djöfullinn hann Ísak stal henni frá mér.

Hinar bækurnar voru tvær Sin City bækurnar og fyrsta bókin af Sandman. Ég las eitthvað úr Sandman fyrir um tíu árum og var þá takmarkað impóneraður, en ég verð að segja að það sem ég hef lesið af þessu hingað til hefur reynst hið mesta eðalstöff og stórskemmtilegt. Aðalsteinn Hákonarson, I stand corrected.