1.8.2005 kl. 21:33

Mig dreymdi afar sérkennilegan draum í nótt. Ég veit ekki hvort ég hef áfengisneyslu undanfarna daga að þakka, en þetta var alveg stórskrítið og semi-psykadelískt.

Ég var staddur í litlu, fremur þröngu rými í Bodleian Library nálægt Christ Church College í Oxford, og allir voru að bíða spenntir því Ludwig Wittgenstein var að fara að koma að halda fyrirlestur. Ég var þarna að fletta í gegnum einhverjar bækur og drekkandi kampavín á meðan fólk safnaðist á staðinn. Fyrir rest fékk ég mér sæti ásamt fólkinu. Síðan mætti loksins heimspekingurinn frægi. Hann gengur upp í pontu, ræskir sig og byrjar að tala -- og setningarnar sem hann lætur út úr sér eru setningar úr Tractatus Logico-Philosophicus, númeranirnar og allt, á borð við:

"2.033: Form is the possibility of structure"

"2.04: The totality of existing states of affairs is the world"

...og svo framvegis. Eitthvað þótti mér þetta óásættanleg leið til að lesa fyrir viðstöddum, þannig að ég stend upp og gríp fram í fyrir honum. Ég segi honum að þetta óskiljanlega þvaður sé ekki mönnum bjóðandi. Wittgenstein flippar alveg og byrjar að öskra á mig, rauður í framan, viti sínu fjær.

Og svo vaknaði ég. Hmm....hvað mundi Freud lesa úr þessum?


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 1.8.2005 kl. 23:35
Gunni

Þetta þýðir að þig langar til að komast upp á mömmu hans Wittgensteins.

Sveinbjorn | 2.8.2005 kl. 02:22
Sveinbjorn

Vel getið þar.

Árni | 2.8.2005 kl. 18:15
Árni

Þetta þýðir augljóslega að frægir heimspekingar eru ekki hrifnir af því að fólk grípi í frammi fyrir þeim. Þeir eru nú gáfuðustu menn í heimi. En dónalegt af þeir Sveinbjörn. Nú verður þú að dreyma afsökunarbeiðni til hans, minnsta sem þú getur gert.