21.7.2005 kl. 10:45

Red Google Vefsíða þessi hefur nú nýjan leitarmekanisma sem styðst almennilega við Google leitartæknina. Eins og sjá má, þá innlimast leitarniðurstöðurnar inn í útlitið á síðunni minni, þ.e.a.s. það er sami rammi, sömu litir, stylesheet, HTML, hlekkir o.s.frv. Einnig birtast engar auglýsingar.Hvernig fór ég að þessu?

Ég skráði mig sem Non-Profit Organization í Google Public Service Search, sem ætlað er skólum, hjálparstarfsemi og annari vinnu sem ekki er unnin með fjárhagslegan gróða að markmiði.

Óheiðarlegt?

Eftir því sem ég fæ best séð, þá er þessi síða mín er eins konar hjálparstarfsemi fyrir gesti sína, á einn eða annan hátt, hvort sem menn ráfa hingað inn í leit að hugbúnaði eða bullinu í mér...

Og ekki er ég að rukka fyrir þetta. Kannski ætti ég að reyna að fá skattaafslátt út á það?