18.7.2005 kl. 16:02

Um hýsinguna

Þessum skilaboðum er beint til þeirra sem eru með hýsingu á Mentat vélinni.

Því miður hefur verið nokkuð mikill niðurtími á vefjunum upp á síðkastið þar sem ég er að hýsa allt klabbið á ADSL tenginunni minni heima -- ég hef ekki hugsað mér að greiða Símanum 350 krónur aukalega á mánuði til þess eins að fá úthlutaða fasta IP tölu, og fyrir vikið dettur allt DNS batteríið (þ.e.a.s. leńsheitin) út í hvert skipti sem tengingin á ADSL mótaldinu rofnar.

Þessu mun vera kippt í lag innan skamms, en vefþjónninn mun vera fluttur yfir á Hive-tengingu með fastri IP tölu heima hjá honum Magga.