15.7.2005 kl. 09:17

Ég las nýjasta eintakið af The Economist í gær, og rakst á afar merkilega grein þar sem fjallað var um hvernig bandarískir glæpamenn (felons) missa kosningarétt sinn í kjölfar fangelsisvistar. Samkvæmt ýmsum könnunum, þá kjósa um 75% fyrrverandi fanga demókrataflokkinn þar í landi. Auðvitað er ekki hægt að treysta á að slíkar kannanir hafi rétt fyrir sér, en í ljósi þess að hundraðir þúsundir "ex-felons" eru búsettir í Florída, þá mætti ætla að kosningarnar frá 2000 hefðu getað farið á allt annan veg hefði þeim verið heimilt að kjósa.

Mér þykir írónískur þessi bandaríski "double-standard": þeir sem hafa framið glæp eru ófærir um að kjósa, en þroskaheft fólk má færa til saka og lífláta.

Upp úr þessu fór ég að velta því fyrir mér hvernig svona málum er háttað á Íslandi. Mega íslenskir fangar kjósa í kosningum, eða er hluti af refsingunni tap á kosningarétti á meðan fangelsisvist er afplánað?

Ég er reyndar algjörlega mótfallinn því að sjálfráða manneskja sé svipt af kosningarétti, hver svo sem ástæðan kann að vera. Manneskja sem situr í fangelsi hefur ekki verið svipt sjálfræði, heldur afplánar einungis tímabundna refsingu. Fyrir vikið ætti henni að vera heimilt að kjósa. Kerfið setti viðkomandi í fangelsi -- er það þá ekki hámark óréttlætis að fá ekkert um það að segja með því litla pólitíska valdi sem manni hlotnast?

Ég hef heyrt að fólk sem sé sjúkt á geði og hafi verið svipt sjálfræði fái enn að taka þátt í íslenskum kosningum. Þetta get ég ekki samþykkt. Ef einhver manneskja er ófær um að taka ákvarðanir um eigin líf og hagsmuni, þá er hún svo sannarlega ekki fær um að velja á skynsaman hátt milli kosningaframbjóðenda. Þá gætum við alveg eins leyft leikskólabörnum að kjósa...


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Freyr | 16.7.2005 kl. 19:15
Freyr

Íslenskir fangar hafa kosningarétt. No doubt.

Steinn | 17.7.2005 kl. 03:16
Steinn

Íslenskir fangar hafa kosningarrétt og þeir eru örfáir Íslengingar sem hafa verið sviptir sjálfræði í meira en 24 klukkustundir!

Sveinbjorn | 17.7.2005 kl. 14:30
Sveinbjorn

Nei, þetta held ég nú að sé ekki rétt hjá þér, Steini. Það þarf t.d. að svipta geðveiku fólki sjálfræði til þess að setja það inn á stofnanir gegn vilja þess...

Svanur | 20.7.2005 kl. 11:55
Svanur

Michael Moore fjallaði nokkuð um þetta fangadæmi og kosningarnar í Flórída í einum af fyrstu köflunum af Stupid White Men.