4.7.2005 kl. 12:14

Ég er kominn aftur frá Lundúnum og skemmti mér vel um helgina. Ég fór meðal annars í leikhús og á klúbbarölt um næturlífið, át góðan mat og drakk bjór.

Live 8 tónleikarnir voru núna á laugardagskvöldið. Því miður fengum Vilborg og ég ekki miða, en tónleikana sóttu um 200 þús. manns. Við fylgdumst þó með þeim á stórum breiðskjá inni á breskum pöbb. Merkast af öllu, Pink Floyd spiluðu þarna saman aftur, í fyrsta skipti í 24 ár.

Myndir úr ferðinni.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Hjalti | 6.7.2005 kl. 19:40
Hjalti

Er Saddam svona helvíti stór? Ekki nema þeir hafi skotið út í loftið með hæðina á honum, kannski ekki verið auðvelt að fá hann til að pósa þegar styttan var gerð.

En hvað ég vildi sagt hafa: Vilborg hefði átt að standa grafkyrr einhvers staðar í leikarasalnum á Madame Tussaud's. Ef einhver hefði spurt hefðir þú sagt að þetta væri stytta af leikkonunni sem leikur stelpuna í hótelmóttökunni í "I'm Alan Partridge".

Jamm.

Sveinbjorn | 6.7.2005 kl. 22:14
Sveinbjorn

Já, ég er samt hrifnastur af myndinni af mér að benda Einstein á hvernig hann hafði kolrangt fyrir sér varðandi afstæðiskenninguna...

Sveinbjörn | 8.7.2005 kl. 12:35
Sveinbjörn

Og nei, Saddam er ekki stór. Hann stóð bara á svona standi sem sést ekki á myndinni og virkar því stærri.