Hvað er eiginlega í gangi?

Reagan merkilegasti Bandaríkjamaðurinn?

Jóhannes Páll páfi í dýrlingatölu?

Eiturlyfjaframleiðsla eykst stöðugt?

Ísraelar gera loftárásir á Líbanon?

Bandaríkjastjórn hyggst framleiða plútoníum á ný?

Hiti andrúmslofts hækkar meira en reiknað var með?

Duran Duran meðlimir ekki þreyttir?

Kannski les ég ekki fréttirnar nógu mikið. Eftir að hafa lesið yfir þetta líður mér bara eins og allt sé að fara til fjandans, og það óðfluga! Kannski ættum við bara að biðja fyrir því að apaforsetin vestra ýti sem fyrst á hnappinn og bindi enda á þennan andskota...


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 1.7.2005 kl. 10:29
Sindri

Haha...ég var að hugsa nákvæmlega það sama. Hvernig í andskotanum getur Reagan verið merkilegasti Bandaríkjamaðurinn? Hann er ekki merkilegur nema fyrir þær sakir að hann varð forseti þrátt fyrir sínar takmörkuðu gáfur og náði að sólunda fleiri þúsund milljörðum bandaríkjadala í projekt sem löngu var búið að sýna fram á að myndi ekki virka.

Páfinn í dýrlingatölu? Hvað hefur hann gert annað merkilegt en að stuðla að meiri eymd heittrúaðra kaþólikka?

Bandaríkjamenn og plútoníum framleiðsla. Hmm... já já ég sé alveg hvernig þetta endar. Þeir munu vera með nokkrar kjarnorkusprengjur í viðbragðsstöðu og ef eitthvað land er með einhvern derring þá verður það bara sprengt í tætlur.

Heimurinn...það er allavega styttra í fjandann núna en nokkru sinni fyrr.