Síðasta færslan um iPod Linux....ég lofa!

Eftir mikið af blóði, tárum og svita hef ég sett upp þróunarumhverfi á vélinni minni til að auðvelda vinnu á hugbúnaði fyrir iPod Linux -- ég keyri bara X11 gluggaumhverfið ofan á Aqua gluggaumhverfi Mac OS X, og tengi Microwindows (það sem iPod Linux notar) við X11 serverinn. Þannig get ég prufað hugbúnaðinn minn á Mac OS X í stað þess að þurfa að hlaða hann yfir á iPodinn og endurræsa honum í Linux í hvert skipti sem ég þarf að athuga breytingarnar mínar. Hérna eru screenshots:

Podzilla X11 Podzilla X11

Þetta er frekar fyndið teiknað svona á tölvuskjá en ekki litla mónókróm iPod skjánum.

Já, síðan komst ég að því að það er til text editor fyrir iPod Linux -- hann heitir viP -- mér hefur ekki tekist að fá hann til að virka almennilega ennþá, en af því sem ég hef lesið um hann þá tekur *afar* langan tíma að skrifa nokkurn skapaðan hlut...


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Jón | 28.6.2005 kl. 14:46
Einar Jón

Er ekki málið að forrita einhves konar twiddler til að breyta skífunni á iPodinum í lyklaborð?
http://www.handykey.com/

Svo er örugglega hægt að gera eitthvað svipað og GSM-lyklaborðið (hver takki yrði þá 6-7 stafir í stað 3-4), þ.a. það tekur "ekki nema" 2x lengri tíma að skrifa á iPod en að skrifa SMS á síma.

Sveinbjorn | 28.6.2005 kl. 16:52
Sveinbjorn

Ekki vitlaus hugmynd, það. Ég ætla definitely að stinga upp á því á ipodlinux fórumunum...

Halldor Eldjarn | 28.6.2005 kl. 22:43
Halldor Eldjarn

Það væri þá líka hægt að gá hver tíðni stafanna í íslenska / enska stafrófinu er. Þannig væri hægt að raða þeim upp á takkana eftir því hverjir eru mest notaðir eða minnst. Mest notuðu eru fremst en minnst notuðu eru aftar, sem myndi gera þetrta svona 1.5 x lengri tíma en á farsímum ;-)

Sveinbjörn | 29.6.2005 kl. 00:42
Sveinbjörn

Satt hjá þér, Halldór. T.d. þá getur professional ritari á DVORAK lyklaborði, sem er optimized fyrir ensku, vélritað um 3x hraðar en professional ritari á QWERTY, eða svo las ég einhvers staðar.