26.6.2005 kl. 20:32

Fyrsta grafíska forritið mitt fyrir iPod Linux

iPod Linux Piano

Jæja, þá er maður loksins búinn að smíða grafískt forrit fyrir iPod Linux -- þetta hlýtur að teljast ágætis notkun á helgi, er það ekki?. Það heitir Piano, og leyfir manni að spila á píanó út um iPodinn sinn. Viðmótið er enn frekar frumstætt, en mér tókst að spila "Gamla Nóa" út í gegnum græjurnar hjá mér. Þetta er gert með því að tengja ákveðið WAV skjal við hverja nótu, sem er auðvitað mjög óskilvirkt. Ég ætla að breyta því þannig að WAV skrárnar hlaðist inn í minni á meðan forritið er virkt. Hvað um það, þá kemur hér til hliðar mynd af því "in action". Smellið til að fá stærri mynd.iPod Linux Athena iPod Linux Sveinbjorn

Síðan hef ég verið að fikta og skoða Podzilla aðeins meira, og svo virðist sem þetta project hafi fjöldann allan af fídusum sem ég vissi ekki af, þ.m.t. myndaskoðara...iPod Linux Text Viewer

Síðan er líka text viewer sem leyfir manni að skoða textaskrár á harða diskinum. Hins vegar er enginn text editor -- gæti verið afar gagnlegt að geta tekið niður nótur á iPod -- þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mér að bæta úr og senda síðan iPodlinux projectinu breytingarnar mínar.


Og já, nú er nóg komið af nördun. Ég lofa að pósta ekki fleiri fréttum um raunir mínar með Linux á iPodinum.