24.6.2005 kl. 20:51

Linux á iPod

Jæja, ég er núna officially over-the-top tölvunörd: Ég er búinn að setja inn og ræsa Linux á iPodinum mínum. Þetta tók svolitla vinnu -- þetta er breytt útgáfa af ucLinux fyrir ARM örgjörva án MMU, sérstaklega breytt þannig að kernelinn keyrist í firmware-inu á iPodinum. Þetta er collaborative SourceForge project og nánari upplýsingar fyrir aðra djarfa nörda má finna hér.

Því miður hefur mér ekki tekist að fá Podzilla, notendaviðmótið, til þess að virka ennþá, þar sem 4ðu kynslóðar iPodinn minn er ekki "officially supported" ennþá, og ég hef eiginlega bara verið að hakka þetta saman. Samt sem áður, mér hefur tekist að ræsa og keyra forrit á borð við df. Fyrir neðan má sjá myndir. Smellið á myndirnar til að fá þær stærri:

iPod Linux small
"Bad command or file name"

Outputtið úr df forritinu

Þegar iPod Linux projectið er komið lengra, þá ætla ég mér að skrifa vefþjón fyrir iPod sem networkar yfir FireWire snúruna, og ég ætla mér að kalla vefþjóninn iPache ;). Hversu svalt er það að serva vefsíður af 75Mhz MP3 spilara?