3.6.2005 kl. 13:53

Jæja, þá er það komið í vísindatímaritin: Gyðingar eru genetískt gáfaðri heldur en við aumu Gentílar.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 3.6.2005 kl. 15:05
Aðalsteinn

Ég vissi þetta allan tímann.

Glúmur Angan | 3.6.2005 kl. 15:07
Unknown User

Þetta er afar áhugaverð grein. Ég þakka ábendinguna.

Sveinbjorn | 3.6.2005 kl. 22:09
Sveinbjorn

Já, mig grunaði þetta líka alltaf. Þeir eru með alveg gígantískt magn af nóbelsverðlaunahöfum í vísindum og listum. En mín kenning var öðruvísi: ég áleit sem svo að þeir væru klárari en Gentílar því að við evrópubúar tókum klárasta fólkið okkar og settum í prestanám í margar aldir -- og þeir voru auðvitað skírlífir vel og lengi (eða a.m.k. að nafninu til). Fyrir vikið var menntaða og klára fólkið ekki að eignast börn, og þ.a.l. filteraðist greind úr genamenginu. Þetta er auðvitað þvert á við hefðina hjá gyðingum, þar sem rabbínar eru hvattir til að eignast mörg afkvæmi Guði til dýrðar.

Steinn | 4.6.2005 kl. 12:45
Steinn

Ég ætla nú ekki að fara að delera á þessa grein að neinu viti en ætla samt að vitna í Yes, Minister. Sir Humphrey er að reyna að finna fína stöðu handa vandamanni sem er bankamaður og spyr hann "but, what do you know?" Þá svarar bankamaðurinn "Well, nothing! I'm a banker!". Þetta kollvarpar kenningu þessa gaurs þar sem hann segir að bankamenn séu svona svakalega gáfaðir!

Sveinbjorn | 6.6.2005 kl. 18:28
Sveinbjorn

Hmm, ég nú svosem ekki mikið álit á bankerum, en ég er þó sannfærður um að það krefjist meiri vitsmuna heldur en að grafa skurði...

Hugi | 6.6.2005 kl. 19:12
Hugi

Ég get vel trúað þessu, en þetta er meiriháttar hættulegt svið að hætta sér inn á. Þetta er búið að vera tabú í öld að ræða mismunandi getu og eiginleika mannfólks eftir þjóðerni, kynþætti eða kyni - við eigum bara öll að vera steypt í sama mótið.

Ég kenni nasistum og "Eugenics" um þetta :-).

Arnaldur | 6.6.2005 kl. 22:06
Arnaldur

Æi, mér finnst þetta vera hálfgert prump. Það er alltof mikið sem að vantar í þetta hjá þessum gaur. Fyrst þætti mér gaman að heyra hvernig að maður mælir greind nákvæmlega þannig að það geti virkað sem traustur stuðull til að gera samanburðarrannsóknir.
Í öðru lagi, þá finnst mér ferlega vafasamt að byggja þetta á einhverjum speculasjónum um að ein víkjandi gena-samsæta geti þjónað accidentally einhverju beneficial hlutverki. And even if it did sem er mjög ólíklegt, þá er nú svona almennt að slíkar samsætur eradicate-ast í tímans rás, einmitt vegna þess að þær eru skaðlegar.
Æi, sorry, ég er bara ekki alveg að kaupa þetta. Gaman samt að því að fólk komi með nýjar kreatívar pælingar.
Þar að auki er þetta eitthvað sem ætti frekar að rannsaka þegar líffræðingar og líffræðilegir mannfræðingar eru yfirhöfuð búnir að rífast um up to what extent gáfur eru genetískar/samfélagslegar.
Það getur vel verið að gyðingar séu gáfaðari en allir aðrir. En ég á bágt með að trúa því að það sé genetískt.
In any case. Þá erum við hvort eð er að horfast í augu við það að eftir nokkur 100.000 ár þá verða fæðingar ill-mögulegar vegna höfuðstærðar barna (til að koma öllum þessum gáfum fyrir). Og það einskorðast ekki við gyðinga.

-Ég spyr bara hvað er næst? Neo-Spencerismi?

Sveinbjorn | 8.6.2005 kl. 16:00
Sveinbjorn

Naldó, þetta er bara nature vs nurture debatið gamla, um hversu mikið bregður til fósturs.

Ég tel reyndar að genin spili ofsalega mikilvægan þátt í hæfni og atgervi fólks, töluvert meira en fólk er almennt tilbúið til að viðurkenna, enda óþægileg niðurstaða fyrir ákveðna tegund af siðferði.

Ég sé ekkert meira absúrd við þá hugmynd að Ashkenazi gyðingar séu almennt greindari en fólk úr öðrum genamengjum, heldur en að ákveðnir þjóðflokkar í Afríku séu hávaxnari heldur en þjóðflokkarnir í næsta dal. Svona breytingar geta gerst mjög hratt meðal hópa sem eðla sig ekki við hvern sem er...

Glúmur Angan | 9.6.2005 kl. 08:38
Unknown User

Greini ég birturleika í þessum orðum?

Sveinbjorn | 9.6.2005 kl. 12:43
Sveinbjorn

Hjá mér? Nei alls ekki. Just a subject of academic interest. Hver ert þú annars, Mister Glúmur Angan? Ég er ekki að hafa neitt upp úr því að trace-routa þig...