Jæja, ég verð eiginlega að stunda smá þjófnað frá honum Aðalsteini og linka hér á lista sem var settur saman af einhverjum kexrugluðum bandarískum íhaldsmönnum:

10 Most Harmful Books Of All Time

Lesið þetta: hreint út sagt ótrúlegt. Og síðan á sumt liðið í dómnefndinni að heita fræðimenn...

Ég ætla að koma með minn eigin lista af 10 skaðsömustu bókum allra tíma:

Biblían á latínu
Biblían á ensku
Biblían á grísku
Biblían á spænsku
Biblían á frönsku
Biblían á þýsku
Biblían á ítölsku
....o.s.frv. í röð tungumála...

Mér finnst reyndir fyndið að flest af þessu brjálaða kristna liði hefur ekki einu sinni lesið biblíuna -- Tækju þeir sér tíma í það, þá gerðu þeir sér kannski grein fyrir því að hún er illfnykjandi turdur pakkaður með pseudo-philosophical vitleysu og siðferðisboðskapi fyrir gungur.


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sveinbjorn | 2.6.2005 kl. 13:49
Sveinbjorn

Einn af gaurunum í judging panelinu er Prof. Robert George, kexruglaður neo-con pseudo-fræðimaður sem er prófessor við Princeton.

Hann er síðan einnig nr. 1 advisor í Bush-stjórninni í panelinu um bio-ethics (þ.e.a.s. hvort ætti að leyfa stem-cell research, etc).

Hvernig verða menn sem hafna þróunarkenningunni að prófessorum við Ivy League háskóla? Bandaríkin eru stórfurðulegt land.

Aðalsteinn | 2.6.2005 kl. 15:25
Aðalsteinn

Já, ég rak líka augun í þetta með Princeton... en sá svo að hann kennir political science...

Sveinbjorn | 2.6.2005 kl. 15:43
Sveinbjorn

Já, mér hefur allt þótt frekar merkilegt að þeir sem leggja stund á stjórnmálafræði eru oft hápólitískir og mjög 'involved' (þ.e.a.s. engan veginn hlutlausir í umfjöllun sinni á efninu), á meðan t.d. á heimspekiskor þá er stjórnmálaheimspekin alveg voðalega fræðileg og dispassionate -- þetta eru allt einhverjar háfleygar, einstaklega abstract game-theory inspired umfjallanir...

Halldor Eldjarn | 2.6.2005 kl. 20:25
Halldor Eldjarn

Alveg sammala med Bibliurnar!

Hugi | 2.6.2005 kl. 22:32
Hugi

En er ekki Biblían alltaf sama bókin, þó þú setjir mörg tungumál?

;-)

Árni | 3.6.2005 kl. 02:49
Árni

Númer átta var best. Djöfulsins bull er félagsfræði!!

Sveinbjorn | 3.6.2005 kl. 09:50
Sveinbjorn

Tek undir með þér um það, Árni. Aftur á móti voru pósitívistarnir ekki al-vitlausir. Þeir héldu að það mætti sameina allar greinar vísindanna -- smætta þær niður í aðrar, t.d. efnafræði niður í eðlisfræði, félagsfræði niður í taugasálfræði etc. Ég er svosem ekkert hissa á að þessi bók Comtes skuli vera á listanum.

Sveinbjorn | 3.6.2005 kl. 11:45
Sveinbjorn

Hugi, svarið er nei.

Þýðingarnar á Biblíunni eru svo radically mismunandi að þarna mætti auðveldlega ætla að um mismunandi bækur væri að ræða.

T.a.m. þá er ein misþýðing í Vúlgötunni (latnesku biblíunni) þannig að Mósesi er lýst sem manni með horn. Þetta var misþýðing á gríska orðinu ljósbaugur, en fyrir vikið máluðu hundruðir renaissance málara ávallt Móses með horn á höfðinu...

Hugi | 3.6.2005 kl. 17:59
Hugi

Heh, þetta var auðvitað ætlað sem brandari (þó allnokkuð slæmur sem slíkur, damn you alcohol!) en ég skil hvað þú átt við.

Ég vissi annars ekki um Móses með hornin - skemmtilegasta dæmið um þýðingarmistök finnst mér alltaf vera "úlfaldinn" sem kemst í gegnum nálaraugað.

Sveinbjorn | 3.6.2005 kl. 22:03
Sveinbjorn

Og hér kemur mynd af Móses-styttu frá endurreisninni :)

Sveinbjorn | 3.6.2005 kl. 22:05
Sveinbjorn

Hahaha, Hugi. http://hugi.karlmenn.is/sw_pictures/1000879">Frábær mynd!

Hugi | 4.6.2005 kl. 16:31
Hugi

Ég yrði mjög tortrygginn ef maður með horn byðist til að frelsa mig 8^)