31.5.2005 kl. 12:32

Íslendingar vinna umtalsvert meira heldur en hinar Norðurlandaþjóðirnar, en samt framleiðum við svipað magn af auði á ári per haus. Hvað er að? Hvernig getum við staðið okkur svona illa miðað við þjóðir með lögbundna 35 tíma vinnuviku?

Kannski lærðum við léleg og óheiðarleg vinnubrögð á stríðárunum við að rýja Kanann?


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 31.5.2005 kl. 13:28
Steinn

Blame the fish! Hluti af þessu eru óskipulögð vinnubrögð sem maður sér kristallast í iðnaðarmönnum sem og agaleysi, þ.e.a.s. við tökum ekki við skipunum frá yfirmanni og þess háttar og síðan eru það afföll í fiskiðnaði. Það eru há afföll í fiskiðnaði sem útskýrir hluta af þessu, einhver x mörg % fara í súginn bæði á bátunum og í fiskvinnslunni.

Sveinbjörn | 31.5.2005 kl. 18:29
Sveinbjörn

Miðað við að einungis 8% af þjóðinni vinnur í fiski beint eða óbeint, þá getur maður varla afskrifað lága framleiðni á fiskiðnaðinn. 80% af þjóðinni vinnur aftur á móti í þjónustustörfum -- mig grunar að þar sé sökudólgurinn.

Eða kannski er þetta bara út af því að við erum með hlutfallslega fleiri manneskjur á þingi heldur en flestar aðrar þjóðir ;).

Sindri | 31.5.2005 kl. 20:05
Sindri

Hey Sveinbjörn, ótengt þessu, en þá verð ég að kommenta aðeins á Mentat v. 2.0b. Þú hefur tekið út "Remove comment" valmöguleikann sem mér finnst vera stór galli. Það er nauðsynlegt fyrir vefstjóra að hafa þann möguleika. Það var eitthvað annað líka en ég man ekki hvað það var í augnablikinu.

kv,

Sindri

Sveinbjorn | 31.5.2005 kl. 20:17
Sveinbjorn

Nei, remove comment er til stadar, nema i nyrri mynd. Thu verdur ad baeta vid breytunni einhvers stadar i Comment Format textann. Eins og stendur tha er allt um Mentat 2 mestmegnis i hausnum a mer, thyrfti helst ad skrifa einhverja documentation.

Sindri | 31.5.2005 kl. 22:11
Sindri

I see...

Dolli | 1.6.2005 kl. 00:04
Dolli

Ég held að þetta hljóti bara að vera unglingavinnuni að kenna, þar lærði ég öllu brögðinn hvernig mar ætti að láta það líta út einsog mar væri að vinna án þess að vinna.

Sindri | 1.6.2005 kl. 09:16
Sindri

Haha, unglingavinnan. Það er satt. Þar lærði maður öll skítabrögðin.

Ég man eftir atvikum eins og: "Verkstjórinn er að koma!" , þá stóðu allir upp og tóku sér hrífu í hönd og þóttust vera að vinna. Svo þegar hann var farinn lagðist fólk bara niður og hélt áfram sólbaðinu.

Sveinbjörn | 1.6.2005 kl. 09:56
Sveinbjörn

Hehehe....unglingavinnan.

Ég man að eitt árið hafði ég einhverja feita, pjattaða stúlku sem verkstjóra. Það höfðu verið dæmi um að fólk hafði verið að grafa plönturnar sem það átti að gróðursetja til þess að geta sagst hafa klárað meira, og fá þá að hætta að vinna fyrr.

Það vildi svo til að við fundum dauðan máf, og grófum hann í mjög conspicuous og grunsamlega hrúgu. Síðan mætti hún á staðinn og varð samstundis tortryggin. Hún tók sér skóflu í hönd og réðst til atlögu við hrúguna og ætlaði sér að grípa okkur glóðvolg. Síðan rak hún upp hrottalegt öskur er blóðugt höfuðið á máfnum birtist við eina skóflustunguna.

Þetta gleymdist seint ;)

Steinn | 1.6.2005 kl. 13:55
Steinn

þó að það séu einungis 8 % íslendinga sem vinna í fiskvinnslu þá framleiða þau nær 13% af vergri þjóðarframleiðslu og ef þú tekur inn í öll afföll þá ertu kominn í ansi góða tölu. Síðan hefur vöruskiptajöfnuðurinn reitt sig á sjávarútveginn og er hlutfall hans nærri því 70% af útfluttningsverðmæti Íslendinga. En ég var ekki að halda því fram að þetta væri allt fiskiðnaðinum að kenna, bara að hluta til og það eina sem ég gat útskýrt að einhverju leyti og ekki gleyma landbúnaðinum!

Gunni | 1.6.2005 kl. 16:23
Gunni

Eru þetta fréttir? Ólumst við ekki öll upp á þessum bölvaða klaka? Fuck Iceland ;)

Sveinbjörn | 2.6.2005 kl. 10:02
Sveinbjörn

Gunni, föðurlandsást þín snertir hjarta mitt. Mig langar hreinlega að hrópa húrra og syngja þennan afleita þjóðsöng...

Sveinbjorn | 2.6.2005 kl. 17:43
Sveinbjorn

By the way,Gunni. Þú varst með mér í unglingavinnunni eftir 10. bekk, varstu ekki með í episóðunni með fuglinum?