22.5.2005 kl. 16:17

Jæja, þá hefur það loksins gerst að síðan mín er flutt úr hýsingu hjá Vefsýn og yfir til mín í kjallarann. Þetta þýðir að síðan mín er núna hýst á 1.5Mbita ADSL tengingu sem hefur einungis 512kbita sendingarhraða -- allt of hægt fyrir serious vefþjón. Þeir sem eru með Mentat hýsingu með lénsnafn frá No-Ip.com þurfa að senda mér lykilorð og notendanafn fyrir lénið þeirra svo ég geti haft auto-update mekanisma sem tengir lénsnöfnin við dýnamíska IP tölu tengingarinnar minnar.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldor Eldjarn | 23.5.2005 kl. 20:34
Halldor Eldjarn

Mig hefur alltaf lagnað að stofna server í kjallaranum hjá mér. Ég var eitthvað að reyna það um daginn með Linux á intel 586 en það gekk ekki neitt. Plammur?

Hugi | 24.5.2005 kl. 16:16
Hugi

Ertu í Símahelvítinu eða Voðafónshelvítinu? Þegar ég var með ADSL hjá símanum, þá kostaði 180kr. aukalega á mánuði að fá fasta IP-tölu.

Sveinbjörn | 24.5.2005 kl. 17:09
Sveinbjörn

Ég er hjá helvítis símanum, borgandi allt of mikið fyrir þessa 1.5mbita teningu. Og já, það kostar meira að vera með fasta ip tölu, enda er ég ekki með slíka.

Eins og stendur þá verður vefurinn minn óaðgengilegur ef ég aftengist frá netinu heima. Blessunarlega sér routerinn fyrir því að halda þessu gangandi.

Ég er samt ekki að fara að borga neinar helvítis 180 kr. til að fá fasta ip tölu. Ég möndla bara saman skriftu sem auto-updeitar fríu DNS þjónustuna hjá no-ip.com þannig að hún updeiti lénin periodically með þeirri ip tölu sem ég hef þá stundina.

Ég held að málið sé að skipta yfir til Hive. Aftur á móti þá eru þeir alveg svaka nasistar hvað snertir ports og annað, skilst mér. Ég nenni ekkert að þurfa að hringja í þjónustuver til að fá NATP fyrir eitthvað port...

Magnusson | 24.5.2005 kl. 20:55
Magnusson

Þú þekkir nú einhvern hjá HIVE sem getur reddað því fyrir þig. Ekkert mál að gefa þér aðgang.

Hinsvegar er mesta bug í heimi að ZyXEL router interfacið (HTML) virkar bara almennilega í gegnum IE og það þarf að breyta einhverjum config skrám í FireFox til að geta configað með honum.
Safari er alveg out last time I checked. En þar sem þú ert eingöngu með makka þá er ekkert mál bara að NATa öllu beint í gegn og slökkva á eldveggnum þannig að þú látir OS X bara um security.

This has been a public service announcement from your local Hive.

Hugi | 25.5.2005 kl. 16:31
Hugi

Já, ég er sáttur á HIVE-inu. Ég hef ekki beðið um að fá aðgang að routernum en skilst að það sé ekki vandamál ef maður grætur nógu mikið í símann.
Ég hringdi nú bara í þá og bað þá um að vísa allri traffík sem kom inn á IP-töluna á tölu á baknetinu, og það gerðu þeir möglunarlaust. Og virkar vel. HIVE átti í vandræðum þegar ég byrjaði, en mér finnst tengingin vera að batna með hverjum deginum og get vel fyrirgefið smá byrjunarörðugleika.

Og já, IP-talan er auðvitað innifalin í verðinu hjá þeim :-).

Halldor Eldjarn | 25.5.2005 kl. 17:29
Halldor Eldjarn

Ég losna úr okurklóm símans eftir 4 mánuði!

Sveinbjorn | 25.5.2005 kl. 18:58
Sveinbjorn

Já, kannski ætti maður að láta undan öllum þessum hópþrýstingi og bara skella sér á þetta...

Magnusson | 25.5.2005 kl. 21:36
Magnusson

Nýi Safari (Tiger) virkar í að configa ZyXelinn! Happy days! All glory to the Safari!

Sveinbjörn | 26.5.2005 kl. 10:28
Sveinbjörn

Nýji Safari rúlar, sammála þar. Höndlar alls konar stöff sem hann gerði ekki áður. Þeir rúlluðu út virkilega mikið af betrumbætum í rendering vélinni fyrir 1.3/2.0.