16.5.2005 kl. 22:19

Ég var að grensast um á ISNIC vefnum vegna undanfarinna hugleiðinga um að kaupa mér lénið 'sveinbjorn.is' og rakst á eftirfarandi á forsíðunni þeirra vegna vesensins með íslenska stafi í lénum:

"Eina færa leiðin er að láta af allri forræðishyggu í þessum málum og láta menn bera ábyrgð á eigin gerðum í þessu eins og öðru. ISNIC getur ekki ákveðið hvaða aðili á meiri rétt á einstökum lénum en annar. Vilji menn fara að leggja á það mat, þá getur skráning léna ekki lengur verið rafræn og við þurfum að hverfa aftur til kerfis sem flest önnur ríki hafa horfið frá á undaförnum árum, þ.e. handvirkt umsóknarkerfi þar sem menn þurfa að bíða, jafnvel dögum saman, eftir að fá lén "skráð".

Skráning léna er allsstaðar rafræn, nema í einstaka 3ja heims ríki. Umsækjendur bera ábyrgð á umsóknum og taka því afleiðingum ef notkun þeirra á nöfnum brýtur í bága við lög."

Takið eftir feitletraða textanum. Já, þetta kemur frá ISNIC. Af þessu getur maður aðeins ályktað að Íslendingar hafi þar til nýlega verið eitt af þessum "einstaka 3ja heims ríkjum", þar sem ISNIC byrjaði að bjóða upp á rafræna skráningu léna síðari hluta 2003. Þegar ég hóf störf hjá Vefsýn í Maí 2003 þurfti ég að faxa (já, faxa) umsóknum til þeirra villt og galið eins og bevrokrati úr "Brazil" Terry Gilliams.

ISNIC er skítafyrirtæki með ömurlega þjónustu og okurprísa (12.450 kr skráningargjald, tæpar 8 þús. kr. árið eftir það). Þeir eru ekki í neinni stöðu til að lesa yfir mönnum um hvernig lénaskráning skuli eiga sér stað í ljósi eigin afleitu frammistöðu í þeim efnum. Ég man þegar ég keypti .is lén fyrir nokkrum árum og þurfti að skrifa litla ritgerð um hvað ég ætlaði mér að gera við það. Síðan hefur væntanlega einhver virðuleg nefnd manna gefið sér góðan tíma í að hugleiða hvort ástæður mínar væru sannfærandi...

Nei, ég ætla ekki að fá mér íslenskt lén. Ég ætla að fá mér sveinbjorn.org. Það kostar mig átta hundruð krónur á ári, en ekki átta þúsund krónur...


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 16.5.2005 kl. 22:38
Aðalsteinn

Já, furðulegt apparat.

Hvað kemur það að "bera ábyrgð á gjörðum sínum í þessu eins og öðru" þessu máli við?

Steinn | 17.5.2005 kl. 01:38
Steinn

Nice one! Ég er ekkert að fíla þetta kjaftæði að lén kosti hvítuna út úr augunum hér á þessu skíta skeri! Fuck that SHIT!!!

Siggi | 17.5.2005 kl. 16:57
Siggi

Predikaðu Sveinbjörn, predikaðu!

Annars er þetta furðulegt þarna hjá þeim í ISNIC.
Og þetta með sér íslensku stafina. Hvaða fávita datt það í hug?
Það á að kýla hann/hana í magann... tvisvar.

Arnaldur | 17.5.2005 kl. 18:59
Arnaldur

Já, þetta er algert rugl. Ég var einmitt að lesa um reykjavík.is dæmið í mogganum. Fáránlegt. Það er bara verið að selja sama lénið tvisvar. Þetta ISNIC er skíta fyrirtæki. Vill samt einhver útskýra fyrir mér hvernig þetta apparat varð til. Er þetta ríkisrekið? Guðanna bænum segðu að þetta sé ekki einkafyrirtæki. Það væri svo rangt á svo mörgum levelum. N.B. Það kostar reykjavíkurborg um milljón á ári og myndi kosta þá um 600.000 á ári í viðbót ef að þeir myndu kaupa til viðbótar séríslensku lénin. Glatað.

Sindri | 17.5.2005 kl. 19:12
Sindri

Ertu að segja mér að það kosti 12 þúsund kall að skrá eitt helvítis lén....? Og þetta er ekki einu sinni með hýsingu. Hvers konar okurhelvíti er þetta?

Sveinbjörn | 18.5.2005 kl. 13:17
Sveinbjörn

Já, 12 þús. Og já, þetta er án hýsingar og uppsetningar á nafnaþjóni. Til þess þarftu að díla við internetþjónustu. Þegar þú dílar við ISNIC þá ertu BARA að kaupa réttinn til nafnsins.

Miðað við að maður getur fengið Top Level Domain á borð við .org, .net eða .com, ásamt hýsingu, fyrir einn tíunda af verði ISNIC, þá kemur það manni tæpast á óvart að önnur hver íslensk síða er á erlendu léni...sem er bara stupid.

Halldor Eldjarn | 19.5.2005 kl. 17:32
Halldor Eldjarn

Hate

Unwashed Masses | 20.5.2005 kl. 17:19
Unknown User

Halló Sveinbjörn.

Mér finst ISNIC vera frábært fyrirtæki. Þeir þarf að eiga viðskipti í hörðu viðskiptalífi íslands og í raun kraftaverk hvað þetta er ódýrt hjá þeim! ISNIC for president!

Kær kveðja, Almennur F. Fáviti.

P.S. Faxtæki rúla.

Sveinbjorn | 20.5.2005 kl. 17:49
Sveinbjorn

Haha!

Hver ertu, Herra Fáviti?

Magnusson | 20.5.2005 kl. 18:54
Magnusson

Það kann að vera ég...

Sindri | 22.5.2005 kl. 13:15
Sindri

Sveinbjørn thu ert frekar slakur i blogginu. Er ekki kominn timi a nyja frett hja ther? Næstum heil vika an posts.