Eins og sumir vita kannski, þá sótti ég um styrk hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir þróun á Bertrand, táknfræðilegu rökgreiningarforriti fyrir rökfræðikennslu við Háskóla Íslands, og hafði stuðning kennara heimspekiskorar við umsóknina. Þetta var verkefni sem ég hafði mikinn áhuga á, og var þar að auki afar gagnlegt og sniðugt. En nei, viti menn, þá fékk ég ekki styrkinn. Helvítis bjúrókrötunum fannst eftirfarandi verkefni verðugri:

 • Andlegt ofbeldi - Dramaþerapísk rannsókn
 • Álfar og huldufólk
 • Barna-og unglingalýðræði
 • Einelti á vinnustöðum
 • Frumkvöðlastarfsemi innflytjenda á Íslandi
 • Gagnagrunnur fyrir íslenska jazztónlist
 • Heimavinnsla sauðamjólkur
 • Karlar í fæðingarorlofi - taka tvö
 • Orðræða um stöðu fjölskyldunnar
 • Rannsóknir í kvikmyndafræðum
 • Stefnumót við safnara - Gagnabanki um ísl. safnara
 • Viðhorf til kvenna i íslenskum postillum.
 • Ættjarðarsöngvar og mótun íslenskrar þjóðernisstef

Þetta er listi af gagnlausum, pseudo-scientific skítaverkefnum. Þetta lið hjá nýsköpunarsjóði hlýtur að hafa einhverjar lausar skrúfur að styrkja sumt af þessu.

"Andlegt ofbeldi -- Dramaþerapísk rannsókn"????

"Viðhorf til kvenna í íslenskum postillum"????

"Ættjarðarsöngvar og mótun íslenskrar þjóðernisstef" -- Vá, meira að segja fólkið sem kunni ekki að fallbeygja orðin í heitinu á umsókninni sinni fékk styrk.


Ladies and gentlemen, your tax dollars at work!


Jæja, ég nenni ekki að æsa mig yfir þessu meira. Redda mér bara tölvudjobbi -- borgar hvort eð er betur.


21 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar Örn | 4.5.2005 kl. 18:14
Einar Örn

Orðræða um stöðu fjölskyldunnar? Úff..

Sveinbjörn | 4.5.2005 kl. 18:18
Sveinbjörn

Já, það er alveg sársaukafullt að sjá þetta...

Gunni | 4.5.2005 kl. 19:33
Gunni

Álfar? Barna-fokking-lýðræði ("Meira nammi!")?? Þjóðernisstef?! HVERNIG VINNA SKAL SAUÐMJÓLK HEIMAFYRIR?!?!

Damn I'm glad I don't pay taxes.

Siggi | 4.5.2005 kl. 20:00
Siggi

Jesús, þetta er fáránlegasti listi sem ég hef séð :D
"Stefnumót við safnara - Gagnabanki um ísl. safnara" Er það á Video-Safnarinn?

Aðalsteinn | 4.5.2005 kl. 21:28
Aðalsteinn

Þú hefðir átt að bendla þetta einhvernveginn við kynjafræði, innflytjendur eða gróðurhúsaáhrifin.

Sveinbjörn | 4.5.2005 kl. 22:08
Sveinbjörn

Já, það er rétt hjá þér Alli.

Þegar ég sæki um næst mun verkefni mitt vera

"Orðræða um dramaþerapíu andlega misþyrmdra álfabarna innflytjenda sem safna íslenskum jazz-plötum í fæðingarorlofinu sínu og mjólka sauðmjólk syngjandi íslensk þjóðernisstef"

Með umsókn á borð við þetta, how COULD it go wrong?

Sindri | 4.5.2005 kl. 22:58
Sindri

Sveinbjörn, eins og þú veist, þá varst þú ekki einn um þetta. Verkefnið sem ég og Grímur vorum með var alveg súper gott. Mér finnst eiginlega bara fáránlegt að hafa ekki fengið styrkinn því þetta var verðugt og metnaðarfullt verkefni. Við áttum alveg fyllilega skilið að fá styrk. Ég hreinlega botna ekkert í þessu.

Þú gleymdir einu ömurlegu verkefni sem heitir: "Nöfn landnámsmanna". Hverrar krónu er alveg örugglega vel varið í það helv...!!!!!

ÉG ER BARA BRJÁLAÐUR!!!! HVER NEITAR SVONA GÓÐU VERKEFNI Á SJÁLFU ÁRI EÐLISFRÆÐINNAR!?!?!?!

AARAAAAAAAARRARRRGHGHHHGGH!!!!

dolli | 5.5.2005 kl. 00:20
dolli

þokalegur bommer mar. Tekið af síðunni þeira:

Eftir hverju er farið við úthlutun?

Fullt svar:

5. grein reglna um Nýsköpunarsjóð námsmanna hljóðar svona: Styrkir skulu veittir til rannsóknarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun. Umsóknir um styrki skal meta með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og væntanlegu gildi fyrir nýsköpun þekkingar í viðkomandi fræðigrein. Ætlast er til að verkefnin séu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu viðkomandi námsmanns. Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna nema sérstök rök séu til þess að mati sjóðsstjórnar. Stjórn er heimilt að veita forgang verkefnum taki fyrirtæki eða aðrir aðilar þátt í kostnaði við laun hlutaðeigandi námsmanns.

Álfar og huldufólk??? Hvaða möguleikar eru til að hagnýtinga í atvinnulífi Álfa og huldufólk eða hvaða visindalegu þekkingu getum við lært af þeim. Undir hvad hvað fræði grein falla þeir annars?

Magnusson | 5.5.2005 kl. 02:40
Magnusson

Það sem fólk verður að skilja er að Álfar og Huldufólk eru algerlega ónýtt auðlynd. Þetta eru verur sem virðast ekki þurfa neitt uppihald og þar með raunhæft að setja það launalaust á atvinnumarkaðinn sé hægt að sanna tilvist þeirra. Takist að nýta þessa auðlynd gæti það verið mikil búbót fyrir íslenskt atvinnulíf.

Þetta eru ruslakallar og frystihúsakellingar framtíðarinnar. Húrra fyrir Íslandi og öflugri forgangsröðun!

Sveinbjörn | 5.5.2005 kl. 04:56
Sveinbjörn

Ekki vitlaus hugmynd Maggi. Við fáum álfa og huldufólk í skítverkin, látum þau vinna í sótugum verksmiðjum og kolanámum frá blautum barnsaldri án vinnuverndar, bönnum þeim að mynda verkalýðsfélög eða fara í verkfall og kúgum þau með lögreglu og her. Death to the proletariat!

PS: Ekkert jafnast á við að læra af bandaríkjunum in the 1920's. :)

Hjalti | 5.5.2005 kl. 15:49
Hjalti

Neinei, trikkið til sigurs er auðvitað að tengja verkefnið íslensku þjóðerni á einhvern hátt, sbr. innflytjendur á Íslandi, ættjarðarsöngvar, íslenskar postillur, íslensk jazztónlist. Allt menntakerfið hér á landi er svo svakalega þjóðernismiðað, sbr. það sem stendur í menntastefnu HÍ: „Háskólanum ber að leggja sérstaka rækt við þær fræðigreinar er varða Ísland og Íslendinga sérstaklega.“ Kannski hefðirðu ekki átt að kalla forritið "Bertrand" heldur "Brynjólf frá Minna-Núpi" eða "Jón á Gautlöndum"

Sveinbjörn | 5.5.2005 kl. 15:54
Sveinbjörn

Hjalti, ég reyndi að spila á þann þátt með því að taka fram að forritið mundi hafa íslenskt notendaviðmót og vera á íslensku.

En það yrði algjör barbarismi að kenna forritið við einhvern annan heldur en Russell sjálfan... ;)

Grímur | 5.5.2005 kl. 16:51
Grímur

Ég er kominn með það.

Næsta sumar er hægt að sækja um styrk til að útbúa djassútsetningu af íslenska þjóðsöngnum fyrir kvennakór nýbúa í fæðingarorlofi.

Þetta er pottþétt.

Hjalti | 5.5.2005 kl. 18:22
Hjalti

Já, þetta yrði svona dramaþerapísk útsetning. Á tónleikunum yrði svo hægt að bjóða upp á sauðamjólk í hléi.

Einar Örn | 5.5.2005 kl. 20:48
Einar Örn

Sveinbjörn, er þetta eitthvað sem þú ert byrjaður að vinna í? Ætlarðu að halda því áfram? Þetta hljómar mjög spennandi, og væri gaman að fá nánari útlistun.

Sveinbjörn | 6.5.2005 kl. 06:27
Sveinbjörn

Ég hugsa að ég vinni ekkert meira í þessu fyrst ég fæ ekki styrkinn. Það er massívt mikil vinna að uppfæra kóðagrunninn, aðskilja kjarnalógíkina frá notendaviðmótinu og smíða síðan viðeigandi útgáfur fyrir ala 3 platforms, þ.e.a.s. Linux, Mac OS X og Windows.

Má vera að ég sæki um í kennslunýjungasjóð næsta haust -- þetta er svona verkefni sem þeir gætu verið líklegir til að styðja. Bara spurning um að fá Erlend með mér í það...

Sveinbjörn | 6.5.2005 kl. 06:35
Sveinbjörn

Já, annars, umsóknin mín leit svona út:

Heiti verkefnis:
Íslenskt rökfræðiforrit

Lokaverkefni: Nei

Nýsköpunargildi verkefnis:
Grunnurinn að gömlu rökfræði-tölvuforriti frá 1992 verður notaður í smíði á nýju forriti sem keyrir á Windows, Mac OS X og Linux stýrikerfum. Notendaviðmót forritsins verður forritað frá grunni verður íslenskt. Forritið mun síðan nýtast sem kennslutæki í rökfræðikennslu við heimspekiskor Háskóla Íslands og við úrlausn margvíslegra rökfræðilegra verkefna.

Markmiðslýsing
Rökfræðiforritið ,,Bertrand" var samið árið 1992 af Larry Hertzfield, kennara í rökfræði við University of Wisconsin. Forritið er ónothæft á nútímatölvum. Fyrir vikið hefur Larry Hertzfield gert forritunarkóðann að forritinu aðgengilegan öðrum til afnota. Markmiðið er að uppfæra kjarna forritsins, ("core logic") og smíða ofan á hann íslenskt notendaviðmót, og skapa þannig fyrsta íslenska rökfræðiforritið. Þetta mun færa nemendum í rökfræði við Háskóla Íslands gagnlegt hjálpartæki við nám, og auðvelda vinnu kennara við framsetningu rökfræðijafna.

Þáttur námsmanns
Námsmaður mun annast alla þá umtalsverðu forritunarvinnu sem verkefnið felur í sér, og er vel í stakk búinn til þess. Hann hefur margra ára reynslu af forritun, hefur starfað sem forritari áður, og hefur auk þess önn í tölvunafræðinámi að baki. Námsmaður er enn fremur vel kunnugur markmiðum forritsins (þ.e.a.s. lausn táknfræðilegra rökfræðijafna) og hefur setið í þeim námskeiðum í rökfræði sem Háskóli Íslands býður upp á. Forritunarvinnan felst í uppfærslu kjarna forritsins og smíði notendaviðmóts fyrir Windows, Mac OS X og Linux stýrikerfin, ásamt innsetningu íslenskrar viðmótsþýðingar. Verkefnið mun bæta færni námsmanns í rökfræði og forritun.

Þáttur umsjónarmanns
Umsjónamaður mun fylgjast með þróun forritsins, fást við prufun (e. "alpha- and beta-testing") á starfsemi þess með reglubundnu millibili, og hjálpa við þýðingu rökfræðihugtaka yfir á íslensku fyrir viðmótssmíði. Umsjónamaður mun einnig tryggja hýsingu fyrir forritið á vefsvæði sínu við Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar
Námsmaður hefur tryggt sér hjálp og leiðbeiningar við forritunarvinnuna frá Huga Þórðarsyni, aðalforritara hjá hugbúnaðarhúsinu Vefsýn hf.

Styrkir frá öðrum:
Engir

Fjöldi mannmánuða sem sótt er um:
3

Fjöldi mannmánuða í mótframlag:
0

Heiti stofnunar sem greiðir mótframlag:
---

Aðferðafræði
Námsmaður mun fást við hugbúnaðarsmíðin í tölvu sinni. Verkefnið mun vera leyst í eftirfarandi skrefum:

1) Náin athugun og greining ,,Bertrand" kóðans
2) Aðgreina kóðann sem er kjarni falla forritsins (e. "core logic functions") frá öðrum, eldri kóða
3) Smíða klasa sem notast við kjarnaföllin
4) Hanna notendaviðmót og birtingu fyrir aðgerðir forritsins (lausn vandamála um gildi, samsvörun, rökfræðileg sannindi, rökfræðileg ósannindi og myndun sanntaflna)
5) Smíða notendaviðmót fyrir þess aðgerðir. Þetta mun vera gert annaðhvort í forritunarmálinu Java eða í forritunarmálinu C með "crossplatform QT-Toolkit" frá Trolltech.
6) Sjá til þess að forritið keyri tryggilega á þremur ofangreindum stýrikerfum, þ.e.a.s. Windows, Mac OS X og Linux.

Unnið verður að ofangreindum verkþáttum einum í einu þar til verkefni er lokið.

Verk- og tímaáætlun
Að því gefnu að styrkurinn fáist mun námsmaður hefja verkið að skólaárinu loknu og vinna fulla vinnuviku við verkefnið (~40 klst.) út sumarið þar til nám hefst á ný (3 mánuðir). Forritunarvinnan mun reynast allmikil, en námsmaður telur sig geta lokið við verkefnið á tilskildum tíma.

Birting
Forritið sem verkefnið leiðir af sér mun verða nemendum sem og öðrum aðgengilegt ókeypis gegnum Internetið. Hýsingu mun Háskóli Íslands annast fyrir tilstilli Erlends Jónssonar heimspekiprófessors.

Einar Örn | 6.5.2005 kl. 09:31
Einar Örn

Já.. þetta lítur nokkuð vel út, synd og skömm að þú skulir ekki hafa fengið styrk. Ef þú hefðir náð að troða smá heimilisofbeldi inn í umsóknina hefði þetta kannski gengið :/

Siggi | 6.5.2005 kl. 10:57
Siggi

Jamm, það er gott að vita hver forgangsatriðin eru hjá þessum sjóð.
Fávitar...

Steinn | 6.5.2005 kl. 15:46
Steinn

ég verð að segja að þessi gagnagrunnur fyrir íslenskan djass er nokkuð skemmtilegur í ljósi þess að Pabbi er að skrifa íslenska djasssögu og gengur ekkert vel að finna fjármagn og útgefanda og síðan fær einhver dude peninga frá nýsköpunarsjóð til þess að gera einhvern useless gagnagrunn. Ef Kári Stefánsson hafði ekki farið í það að gera þennan gagnagrunn mundi engin fá pening til að gera gagnagrunna. Þetta er bara í tísku. Á næsta ári skaltu sækja um að fá pening til að gera gagnagrunn um rökleiðslur í íslensku sauðkindinni. Hljómar svo asnalega að þeir hljóta að samþykkja það.

kiddi | 6.5.2005 kl. 19:41
Unknown User

einmitt einmitt og hananú