3.5.2005 kl. 06:25

Síðasta færsla mín á þessari blessuðu síðu vakti athygli hjá félagsmönnum Frjálshyggjufélagsins, og hafa þeir nú svarað fyrir sig og haldið því statt og stöðugt fram að þeir séu frjálshyggjumenn en ekki nýfrjálshyggjumenn. Ég fæ meira að segja að heyra að ég sé "collectivisti" og "statisti" sem geri ad hominem árásir á saklausa, varnarlausa "frjálshyggjumenn". Það er mér enn hulin ráðgáta afhverju þeir taka þessu orði svona nærri sér, en ég verð þó að segja eitt:

Það að setja John Locke, David Hume, Adam Smith, David Ricardo, Thomas Jefferson, James Madison, Herbert Spencer, John Stuart Mill, Karl Popper, Ludwig von Mises, Milton Friedman, Friedrich Hayek, Robert Nozick og James Buchanan undir einn hatt sem talsmenn einnar stefnu, frjálshyggju, er fáránlegt. Þarna má finna fjölbreytt litróf af mismunandi skoðunum sem margar hverjar stangast á.

Þetta er álíka vitlaust og að setja Thomas Hobbes, Jean-Jaques Rousseau, G.W.F. Hegel, Johann Gottlieb Fichte, Karl Marx, Vladimir Lenin, Iosef Stalin, Georges Sorel, Boris Bakunin, Ronald Dworkin, John Rawls og Jurgen Habermas undir einn hatt sem "kommúnista" eða "collectivista".

Ef að þessir "frjálshyggjumenn" hefðu tekið sér tíma í að lesa smá stjórnspeki í stað þess að hlusta dolfallnir á átrúnaðargoð sitt hann Hannes þá mundu þeir eflaust gera sér grein fyrir því að heimurinn er ekki svartur og hvítur, og þótt það liggi vissulega ákveðinn rauður þráður gegnum skrif ofantaldra, þá held að ég að þeir fyndu ýmislegt í eldri frjálshyggjuritum sem væri þeim miður að geði.

Reyndar hef ég lúmskan grun um að þeir fyndu töluverða samsvörun milli skoðanna sinna og minna. Ég hef ávallt verið mjög skeptískur á afskipti ríkisins þótt ég geti engan veginn fallist á algjört afskiptaleysi ríkisins í efnahagsmálum -- maður þarf einungis að kynna sér grundvallarhagfræði til að sjá að hinn frjálsi markaður leiðir ekki ávallt af sér æskilegar niðurstöður. Hins vegar hugsa ég að slík samsemd færi fram hjá þeim: pólitískur sjóndeildarhringur manna er voða takmarkaður þegar hann skiptir fólki í tvo hópa: þá sem eru sammála og þá sem eru ósammála. Enn og aftur má vitna í Russell:

Russell Pipe "The opinions that are held with passion are always those for which no good ground exists; indeed the passion is the measure of the holder's lack of rational conviction. Opinions in politics and religion are almost always held passionately."

Bertrand Russell, "Sceptical Essays: Introduction"


30 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 3.5.2005 kl. 11:09
Gunni

Ehm, einhver þarf að fletta upp frasanum "ad hominem", held ég. Síðan hvenær ræðst það gegn nokkrum manni að lýsa sögu hugtaks??

Sveinbjörn | 3.5.2005 kl. 11:19
Sveinbjörn

Ég held reyndar að þessi particular Anonymous Coward hafi átt við hin skrif mín (undir "Writings"). En já, ef honum finnst þau virkilega vera "ad hominem" þá þarf hann svo sannarlega að fletta upp frasanum.

Halldor Eldjarn | 3.5.2005 kl. 11:36
Halldor Eldjarn

Síðan þín virkar fínt í IE

Árni | 3.5.2005 kl. 11:46
Árni

Brillioso.

Árni | 3.5.2005 kl. 13:23
Árni

Skemmtilegast við þetta allt saman eru skrif Friðbjörns Orra. Hann skrifar upp stuttar færslur með litlum ef einhverjum rökstuðningi og svarar svo í þessu tilfelli með því að segja að svar andmælandans hafi verið fullt af flóknum orðum til þess garð gerð að afvegaleiða lesendur. Fáránlegt, komandi frá manni sem að skrifar eins og hann gerir. Svo toppa þetta allt saman með að vísa í grein á vísindavefnum, eins og það sé heilagur sannleikur.

Gylfi Ólafsson, sá sem skrifaði nýlega stutta grein um sinn skilning á mun þessara orða á bloggi frjálshyggjunnar náði þó að gera sig skiljanlegan án þess að grípa til einhverra vitleysu eins og að ásaka andmælandann um að reyna að afvegaleiða fólk með "flóknum orðum".

Annars er þessi umræða frekar vitlaus og tilgangslaus. Ég á eftir að telja þá vera öfgamenn hvort sem þeir kalla sig "frjálshyggju" eða "nýfrjálshyggju".

Arnaldur | 3.5.2005 kl. 15:12
Arnaldur

Mér þykir einna skemmtilegast að fólk sé farið að vitna í vísindavefinn. Eitthvað fannst mér nú þessi færsla inni á honum doubious. En ekki ætla ég svo sem að dæma af eða á um það. Gaman samt að þessu commenti: "Vísindavefurinn hefur svarið... you lose."

Allt í lagi. Gleymum bara krítískri hugsun og látum Jón Jónsson á vísindavefnum um að annast hana fyrir okkur. Mér þykir þetta ekki ósvipað og að segja: "Heyrðu, hann Gummi er ósammála þér. Þú ert vitlaus!" eða eitthvað í þeim dúr. Þar fyrir utan finnst mér þetta hið skemmtilegasta mál.

Megi þetta karp ykkar lengi lifa!

Lárus Þorvaldsson | 3.5.2005 kl. 15:52
Unknown User

Það er mjög eðlilegt að svara argumentum ad verecundiam athugasemdum með öðrum þess háttar athugasemdum.

Aðalsteinn | 3.5.2005 kl. 16:03
Aðalsteinn

Voru frjálshyggjumenn á latínunámskeiði?

Anonymous Coward | 3.5.2005 kl. 16:48
Anonymous Coward

Þessi síða er mjög vönduð og fín, ég setti inn statista og collectivista kommentin í gær, auðvitað setti ég þau inn án þess að skoða síðu þína frekar eins og þú bentir á, ég hafði bara séð skrif þín á öðrum síðum.

Gott og vel, þú segir frjálshyggjuna barnalega og auðveldlega afsannaða, og þú þykist skeptískari en við "nýfrjálshyggjumenn". Þetta Bertrand Russell quote þarna í endan á miklu betur við um þig heldur en okkur "nýfrjálshyggjumenn" vegna þess að þú segir "maður þarf einungis að kynna sér grundvallarhagfræði til að sjá að hinn frjálsi markaður leiðir ekki ávallt af sér æskilegar niðurstöður". Bíddu, æskilegu niðurstöður hvers? I smell passion :)

Gunni | 3.5.2005 kl. 17:00
Gunni

Ehm, æskilegar niðurstöður fyrir samfélagið í heild. Ef þetta er zero-sum eða jafnvel negative-sum game sem við erum að tala um held ég að sú staðreynd að einn aðili hagnist segi ekki mikið fyrir hversu "æskileg" any particular course of action getur talist.

Lárus Þorvaldsson | 3.5.2005 kl. 17:16
Unknown User

Ég veit að þú getur gert betur en þetta, Aðalsteinn, að svara fyrir þig með einhvers konar háði.

Gunni | 3.5.2005 kl. 17:56
Gunni

Einhverskonar? Þetta var bara ansi hnitmiðað og gott háð, í ljósi tilgerðarmennskunar sem kom á undan.

Adalsteinn | 3.5.2005 kl. 18:11
Adalsteinn

Ég er bara fluga á vegg hérna, Lárus, og var ekki að "svara fyrir mig". Þetta latínuþrugl ykkar fannst mér einfaldlega fyndið. Minnti mig á það þegar ég renndi síðast yfir bloggsíður nokkurra frjálshyggjumanna fyrir nokkrum misserum og allir voru þeir að kvóta Einar Ben sem mest þeir máttu og tala um að þeir væru félagar í Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Lárus Þorvaldsson | 3.5.2005 kl. 18:17
Unknown User

Gott og vel. Það er samt sem áður ákveðin hefð fyrir því að vísa til rökvillna með latnesku heitunum. Hvort það sé mikil tilgerð í því veit ég ekki.

Adalsteinn | 3.5.2005 kl. 19:05
Adalsteinn

Nei nei, um að gera að sletta latínu.

En það er þó betra að gera það þegar það á við. Í greinum Sveinbjörns voru augljóslega ekki 'argumenta ad hominem' og ef Sveinbjörn var að vísa í einhverja í skrifum sínum um nafngiftir þá var það ekki á óviðeigandi hátt. Varla telst það að vísa í heimildir alltaf argumentum ad verecundiam?

Adalsteinn | 3.5.2005 kl. 19:23
Adalsteinn

Ég held að þetta sé eini vettvangurinn þar sem ég þori að benda á þetta:

http://www.ifuckedanncoulterintheasshard.blogspot.com/

best að þeir sem vita ekki hver Ann Coulter er, sleppi því að lesa þetta. Dragi alltént engar ályktanir um mig af þessu.

Lárus Þorvaldsson | 3.5.2005 kl. 19:39
Unknown User

Nei, að sjálfsögðu er vísun í heimildir ekki alltaf argumentum ad verecundiam. Í athugasemd minni var ég að reyna að benda á að tilvísun í skrif Atla Harðarsonar er ekkert fáránlegri röksemdafærsla en að vísa í skoðanir kennara sinna, en Sveinbjörn byggir rök sín að stóru leyti á því. Í athugasemdakerfinu höfðu þá ansi harkaleg ummæli verið höfð um hið fyrrnefnda, en ekki hið síðarnefnda. Í skrifum Sveinbjörns sá ég lítið af ad hominem og sakaði hann heldur ekki um það.

Adalsteinn | 3.5.2005 kl. 19:57
Adalsteinn

Nei, ég veit að þú sakaðir hann ekki um ad hominem.

En Sveinbjörn var að tala um að það væri viðtekið meðal manna sem kenndu stjórnmálaheimspeki við háskólann að nota orðið nýfrjálshyggja. Rökin sem hann færði fyrir því að frjálshyggju Johns Stuarts Mills skyldi greina frá nýfrjálshyggjunni voru hins vegar ekki bara það að vísa í þá.

Þá fullyrti auk þess þessi Sævar Guðmundsson að vísindavefurinn "hefði svarið" og klykkti svo út með "you lose".

Sveinbjörn | 3.5.2005 kl. 20:23
Sveinbjörn

Þetta Bertrand Russell quote þarna í endan á miklu betur við um þig heldur en okkur "nýfrjálshyggjumenn" vegna þess að þú segir "maður þarf einungis að kynna sér grundvallarhagfræði til að sjá að hinn frjálsi markaður leiðir ekki ávallt af sér æskilegar niðurstöður". Bíddu, æskilegu niðurstöður hvers? I smell passion :)

Ég veit ekki hvernig þú ferð að því að draga þessa ályktun. Ég er alla vega ekki svo sannfærður um að pólitísku skoðanir mínar séu "stóri sannleikurinn" að ég stofni eða gangi í sérstakt félag með það fyrir markmiði að koma þeim á framfæri.

Þú sérð mig heldur ekki stökkva á hvert tækifæri til að mæta í einhverja sjónvarpsþætti eða senda lesendabréf til Morgunblaðsins um að það sé verið að traðka á réttindum mínum vegna þess að heróin og hríðskotabyssur eru ekki löglegar.

Og með "æskilegri niðurstöðu" þá á ég við að hagsmunir neytendans séu hámarkaðir (í hagfræðilegum skilningi) -- t.a.m. þá ber frjáls markaður þá kosti að samkeppni heldur efnahagslegum hagnaði fyrirtækja lágum, sem þýðir að neytandinn fær bestu vörurnar á lægsta verði. Annað gildir um einokun og hringamyndun, sem myndast óhjákvæmilega í algerlega frjálsu markaðskerfi.

Það vill nefnilega svo til að ákveðin gæði eru "náttúruleg einokun" -- t.d. getur bara einn aðili byggt veg á ákveðnum stað, og aðeins einn aðili átt verk Kjarval, o.sfrv. Fyrir vikið tel ég að það þurfi ríkisafskipti af efnahaginum til þess að tryggja hámarksskilvirkni og nýtingu gæða af þessari tegund.

Gunni | 3.5.2005 kl. 20:30
Gunni

Such a display of intellectual masturbation has not been witnessed since the Enlightenment.

Sveinbjörn | 3.5.2005 kl. 20:36
Sveinbjörn

Alli:

Þetta Ann Coulter entry er fucking snilld. Ég er búinn að liggja hérna í hláturskasti undanfarnar 10 mínútur...

Arnaldur | 3.5.2005 kl. 20:36
Arnaldur

hehehe... http://www.ifuckedanncoulterintheasshard.blogspot.com/

Þessi síða er alger snilld. Jæja, best að ég tjái mig ekki um of um þetta en Ann Coulter er tussa!

I fucked Ann Coulter in the ass hard...

brilliant

Gunni | 3.5.2005 kl. 20:42
Gunni

Ann Coulter er með barkakýli. I would never fuck a whore with an adam's apple, that just means surgery or hormones.

Lárus Þorvaldsson | 3.5.2005 kl. 20:49
Unknown User

Aðalsteinn, þar greinir okkur Sveinbirni einmitt á, hvort fremur ætti að kenna John Stuart Mill við frjálslyndi eða frjálshyggju, „liberalism“ eða „libertarianism“. Persónulega hef ég sjaldan heyrt talað um J.S. Mill sem frjálshyggjumann eða „libertarian“. En kannski þarf ég bara að tala við fleiri „stjórnspekinga“.

Gunni | 3.5.2005 kl. 21:17
Gunni

You suck, Lárus. Þinn tími mun aldrei koma.

Sveinbjörn | 3.5.2005 kl. 22:03
Sveinbjörn

Lárus, "Frelsið" eftir Mill er eitt af sögulega áhrifamestu ritum frjálshyggjunnar, og eftir því sem ég best veit, þá er Mill kenndur við þá stefnu. Hann aðhylltist aftur á móti ekki sams konar stefnu og þið í þessu Frjálshyggjufélagi gerið -- þ.e.a.s. hann væri seint sagður fylgjandi lágmarksríkinu eins og 20. aldar stjórnspekingar hafa séð það fyrir sér.

Sveinbjörn | 4.5.2005 kl. 04:15
Sveinbjörn

Án þess að vilja vera einhver heimildahóra, þá finnst mér þess virði að minnast á eftirfarandi:

Heimspekisaga Gunnars Skírbekk (1999) notar orðið "frjálshyggjumenn" yfir breska "liberals" á 19. öld, en ekki "frjálslyndismenn" eins og Gylfi Ólafsson vill halda fram á http://blogg.frjalshyggja.is/">bloggsíðunni ykkar.

"...Enskir frjálshyggjumenn völdu fyrri kostinn og stefna þeirra breyttist smám saman í félagslega frjálshyggju sem naut mikils stuðnings meðal þjóðarinnar" bls. 406

"...[John Stuart Mill] gerði tilraun til að þróa klassíska frjálshyggju með hjálp félagslegra hugmynda. Hann var frumkvöðull félagslegrar frjálshyggju þar sem markaðshyggju er hafnað og áhersla lögð á að bæta kjör þeirra verst settu með breyttri löggjöf" bls. 406

Þetta er engan veginn það síðasta sem má segja í þessum efnum. Það ætti þó að vera ljóst að mikill losarabragur er á hvernig "liberalism" og "libertarianism" er þýtt. Það er samt augljóst að textabútarnir að ofan eru ekki að tala um "libertarianisma" af neinni gerð.

Arnaldur | 4.5.2005 kl. 17:32
Arnaldur

Ég ætla að eiga síðasta orðið hér: Ég hef rétt fyrir mér og þið eruð allir aular. Hahahahhaha. If you don't behave, I will crush you as my enemies, see you driven before me and hear the lamentations of your
women. Krooommmm!!!

Sveinbjörn | 4.5.2005 kl. 18:11
Sveinbjörn

Arnaldur, ég sé að þú hefur tekið upp lífsspekina http://www.surlytaco.com/conan.html">What Would Conan Do?

Whenever some ass-rod shits in your porridge, just ask yourself WWCD? That’s right, What Would Conan Do?

Sindri | 5.5.2005 kl. 01:11
Sindri

Hehe, já Conan lífsspekin er ágæt. Er hún ekki bara sú besta til að lifa af? Það er nauðsynlegt að sýna styrk sinn á ógnvænlegan hátt til að öðlast virðingu innan frumskógarins sem við lifum í. Sú óttablandna virðing er nauðsynleg svo aðrir vogi sér ekki að traðka ofan á manni...errr...já einhvern veginn þannig.

Í sambandi við Ann Coulter, þá er hún alger beygla. Það sem þessi "kvenmaður" lætur út úr sér í beinni útsendingu. Guð minn góður. Þetta er alveg snargeggjaður kerlingarandskoti. Merkilegt að henni sé hleypt í sjónvarpið. Ég "by the way" las þessa skemmtilegu smásögu um hana og hennar gaman. Ekki merkilegur litteratúr en skemmtileg saga engu að síður, því hún fjallar um hana. ;)