24.4.2005 kl. 17:53

StrætóÉg lenti í umferðarslysi núna rétt áðan. Eitt af þessum ruddalegu strætóbílstjórum ætlaði að keyra fyrir mig á Grandaveginum á leiðinni frá Seltjarnarnesinu. Ég snögghemlaði og fékk bíl aftan á mig. Volkswageninn er blessunarlega svo að segja óskemmdur. Stúlkan sem keyrði aftan á mig var ekki svo heppinn. Hennar bíll var alveg í klessu.

Ég beið samviskusamlega eftir Babylon og útskýrði mitt sjónarhorn á málinu. Strætóbílstjórinn þverneitaði auðvitað að hann hefði gert nokkuð rangt. Það vildi svo til að bremsuförin voru mér hliðholl. Annars skiptir þetta ekki öllu máli. Mér skilst að aftanákeyrsla setji alltaf þann sem keyrir aftan á mann í órétt. Þetta mun því ekki hafa neikvæð áhrif á tryggingabónusinn okkar.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 24.4.2005 kl. 18:33
Aðalsteinn

Þú veist að þú átt samkvæmt lögum alltaf að víkja fyrir strætó sem er að keyra inn á götuna aftur, ekki satt?

Steinn | 24.4.2005 kl. 22:53
Steinn

Það breytir því samt ekki að strætóbílstjórar keyra eins og geðsjúklingar! Ég þarf í það minnsta að sitja 10 strætóferðir í viku og aldrei hef ég lent í því að neinn bílstjóri sem keyrir 3 eða 6 keyri varlega eða hægt! Þó er ég mikill stuðningsmaður almenningssamganga.

Freyr | 25.4.2005 kl. 18:34
Freyr

Æ, þetta er ekki gott að heyra, það er alltaf áfall fyrir sálartetrið að lenda í árekstri.

Vona að þú sért góður á því samt.