19.4.2005 kl. 03:30
Gender

Ég var að muna aftur eftir svolitlu um daginn, nefnilega fyrirlestri sem ég fór á í Guelph University í Kanada. Það vildi svo til að samkynhneigð stúlka í stúdentahúsnæðinu var á fyrsta ári sínu í "Women's Studies", þeirri fornu og merku fræðigrein. Ég gerði óspart grín að akademíska gildi þessa fags, og spurði hvað það nú væri sem fólk lærði þarna. Hún manaði mig fyrir rest að koma með henni í einn tímann og komast að því sjálfur. Ég tók áskoruninni.

Ég mætti þarna í "Women's Studies" tíma, og viti menn! Þetta var tíu sinnum verri en ég hafði búist við. Fyrri hluti tímans fór í að tala um hversu mikilll launamunur væri milli karla og kvenna. Kennarinn skellti upp einhverri Excel töflu sem sýndi meðallaunin fyrir hinar og þessi störf hjá báðum kynjum. Í flestum tilfellum voru karlar með hærri laun. Nú átti ég að kyngja þessu hráu og meðtaka blint þá staðreynd að hér væri mikið óréttlæti á ferð. En ég fór að hugsa: "Hvað með aðra þætti sem koma málinu við?"

Svona misræmi í launum gæti ráðist af fjölmörgum þáttum, og ástæðurnar fyrir launamuninum þarf ekkert að vera að við búum í einhverju "ultra-evil male-centric male-ocratic male-ocracy", eins og þessar blessuðu feministadömur halda margar fram. Tók þessi tafla tillit til starfsaldurs fólks í þessum störfum? Tók hún tillit til starfshlutfalls? Ekki fékk ég að vita það, og án þeirra upplýsinga er ekki hægt að drag margar ályktanir. Ef meðal starfsaldur karlmanna í gefnu starfi er hærri þá má vel hugsa sér að launin þeirra séu hærri án þess að eitthvað misrétti eigi sér stað. Sama gildir með starfshlutfall -- ef konurnar vinna minna að meðaltali er auðvitað sjálfsagt að þær fái lægri laun að meðaltali.

En nei, þetta hélt áfram. Kennarinn skellti upp á tjaldið einhverri breskri heimildamynd um Malasískar konur, og hvernig þær þræluðu fyrir 10 cent á tímann í einhverri ógeðslegri sweatshop og hefðu rétt svo nóg til að brauðfæða sig og börnin, og að þær hefðu ekki verkfallsréttindi, o.s.frv. Í lok myndarinnar kveikti kennarinn ljósin og sagði að það ætti að vera öllum ljóst að konur yrðu fyrir "exploitation" og illri meðferð þarna í þriðja heiminum, sem og á heimsvísu.

Ehrm....halló?

Síðast þegar ég vissi, þá var exploitation á vinnuafli ekkert eitthvað sér kvennafyrirbrigði: Ekki veit ég betur en að þetta eigi við um þessi þriðjaheimslönd almennt -- konur *og karla*. En nei, þarna fæ ég þá bláköldu tusku í andlitið að það sé ástand kvenna þar sem skiptir raun og veru máli.

Þetta er skólabókardæmi um bógus fræðimennsku af verstu gerð. Öll heimsmyndin er sneydd í búta til að passa inn á svið greinarinnar. Og svo skilst mér að það sé verið að kenna þessa vitleysu í Háskóla Íslands?

Ég sé ekkert athyglisvert við að láta sér annt um velferð fólks víðsvegar í heiminum, en þá ber því einnig að gæta "jafnréttis" og ekki bara velta sér upp úr kvenhelmingnum.

Ég ætla að stofna nýja fræðigrein: femino-judeo-polocaustology.

Þetta er fræðigrein sem skoðar margvís erfiði pólskra kvenkyns gyðinga í útrýmingarbúðum nasista.


13 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Anonymous Coward | 19.4.2005 kl. 10:56
Anonymous Coward

Hljómar vel, ætli maður takki ekki kúrs í þessu hjá þér, upplífgandi material ;)

Ég ætla samt aðallega að einbeita mér að Aeroporcinology - the study of the flight patterns of the common pig.

Grímur | 19.4.2005 kl. 13:41
Grímur

Já, mér þykir þetta líka í meira lagi athyglisvert.

Varðandi launamuninn þá kemur starfsaldur líklegast sterklega til greina sem stór ástæða launamunar - það eru ekki mörg ár síðan konur fóru að sækja í verulegum mæli í "karla"störf eins og verkfræði, læknisfræði, etc. Það gæti líka að einhverju leyti útskýrt lágt hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum. Það væri annars gaman að sjá tölur yfir konur í stjórnunarstöðum leiðréttar mtt. starfsaldurs.

Lies, damned lies and statistics. :)

Það var annars mjög fyndið sem gerðist með verkfræðina: Meðan verkfræði var "karla"starf þá voru karlarnir sem hana stunduðu mjög vel launaðir. Síðan fóru allar illa launuðu konurnar í verkfræði - og þá snarlækkuðu laun karlanna til samræmis við konurnar :)

Arnaldur | 19.4.2005 kl. 16:10
Arnaldur

Sign me up dude!

Sveinbjörn | 19.4.2005 kl. 16:52
Sveinbjörn

Já, meikar sense að offramboð á fólk í gefinni starfsstétt leiði til lægri launa hjá þeirri stétt.

Magnusson | 19.4.2005 kl. 16:53
Magnusson

Best að maður fari að breiða út þessa grein meðal feministana hér hjá HIVE. Veitir ekki af.

Aðalsteinn | 19.4.2005 kl. 19:32
Aðalsteinn

Þó að þessi fræðigrein sé kannski vafasöm þá held ég að hitt sé staðreynd að störf sem konur sinna almennt eru metin lægra. Jafnvel störf sem krefjast menntunar.

Efast um að allur munurinn þar á sé út af starfsaldri. Og í raun þá myndi ég vilja sjá það áður en ég kaupi að þeir sem reikna út meðallaun taki ekki tillit til þátta eins og starfsaldurs...

Sindri | 19.4.2005 kl. 21:40
Sindri

Ég er sammála þér. Þetta er svo mikið djöfulsins kjaftæði. Ég er ekkert sérstaklega mikil karlremba en þetta er einum of. Það er einmitt málið að þessar beyglur sem eru að "rannsaka" mismunun kvenna, eða hvað þær vilja nú kalla þetta, taka ekki alla þætti með í reikninginn. Það er bara ekki hægt að taka mark á svona lélegum og asnalegum vinnubrögðum/rökum.

En hvaða rosaflotti fídus er kominn í Mentatinn. Myndir, fánar og alles. Ha.. bara alvöru.

Sindri | 19.4.2005 kl. 21:48
Sindri

Þetta drasl sem þú ert að tala um... heitir það ekki kynjafræði í háskólanum frekar en kvennafræði?

Grímur | 19.4.2005 kl. 22:06
Grímur

Aðalstein:
Jújú, það er svosem vel mögulegt, sbr. verkfræðidæmið sem ég minntist á. Veistu annars hversu langt er venjulega gengið í því að leiðrétta fyrir hina ýmsu þætti áður en þess er sérstaklega getið?

Sindri:
Kynjafræði var það, heillin...

Sveinbjörn | 19.4.2005 kl. 23:11
Sveinbjörn

Já, kynjafræði heitir þetta vist.

En já, Alli. Það er hægt að setja fram rétta niðurstöðu byggt en gera það á röngum forsendum: pointið mitt var ekki að það sé ekki launamismunun milli kynjanna. Pointið var að einhver Excel tafla með einhverri vafasamri, ónákvæmri tölfræði er ekki eitthvað sem sannar málið handan vafa.

Sveinbjörn | 19.4.2005 kl. 23:17
Sveinbjörn

Sindri:

Langar þig í uppfærslu á Mentatinum þínum? Þetta eru fídusar sem ég var að enda við að bæta í hann í gær. Reyndar eru breytingarnar ekki afturvirkar (t.d. flöggin birtast ekki f. eldri comment) en aftur á móti þá getur maður customizað comment layoutið eftir sínu höfði, alveg eins og með news itemin. Þú ert með frekar gamla útgáfu af Mentatinum, ef ég man rétt.

Gunni | 19.4.2005 kl. 23:26
Gunni

"Langar þig í uppfærslu á Mentatinum þínum?" er dónalegasta setning sem ég hef heyrt utan klámiðnaðarins sem ég er hluti af.

/check out the latest BogB

Sindri | 20.4.2005 kl. 22:06
Sindri

Já endilega Sveinbjörn... öppdeitaðu mig!