6.4.2005 kl. 23:38
Alfred Jules Ayer

Ég er kominn með nýtt verkefni, eða öllu heldur tómstundagaman. Ég er að þýða bókina Language, Truth and Logic eftir Alfred Jules Ayer yfir á íslenska tungu. Stíll Ayers er mjög góður og það verður erfitt að ná sama blæ við að snúa honum yfir á íslensku. Aftur á móti er bókin stutt, tæplega 200 bls. Strax og ég hef lokið við fyrsta kaflann mun ég setja hann hér á síðuna.