21.3.2005 kl. 18:50

Project Gutenberg

Gríðarlegt magn af bókum í stafrænu formi. Þetta er að miklu leiti klassísk rit sem fallið hafa úr höfundarrétti. Sem dæmi, sjá nokkur verk Bertrands Russell.

Einnig vil ég benda á athyglisverða grein um virkjanamálið eftir Ólaf Pál Jónsson heimspekikennara minn.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 22.3.2005 kl. 13:22
Aðalsteinn

Þetta var fín grein. Þó ég hallist reyndar frekar að virkjanarsinnum þá held ég ég hafi ekkert lesið frá þeim sem komst nálægt því að vera jafn gáfulegt innlegg og þetta.

Það var einhvern veginn ekki meira hugmyndaflug á þeim bænum en að segja að valkostirnir væru álver eða fjallagrasaræktun og að náttúruverndarsinnar mættu ekki halda skoðunum sínum fram af því að þeir væru í minnihluta.

Reyndar fannst mér skrítið að höfundur gat þess sérstaklega af hverju menn gerðu athugasemdir við umhverfismatið en nefndi svo að Landsvirkjun hefði kært úrskurð skipulagsstofnunnar án þess að geta neitt um það af hverju Landsvirkjun kærði og af hverju mark var tekið á kærunni.

Þá held ég að vafasamt sé að segja að umhverfismatið hafi ekki uppfyllt vísindalegum skilyrðum. Eftir því sem ég best veit þá má við allar framkvæmdir tína til hættur sem ekki er hægt að sýna fullkomlega fram á að séu ástæðulausar. Þannig að ef alltaf yrði farið eftir þeim þá yrði ekkert gert.

Það á þó auðvitað ekki að nota sem rök gegn því að rannsaka eins vel og auðið er, en ég er engu að síður viss um að þegar menn eins og Hjörleifur Guttormsson eru í fararbroddi í umræðunni þá verður alltaf leitað allra leiða til að ná fram sínu sjónarmiði en ekki reynt að ná samkomulagi.