25.2.2005 kl. 19:44

Þegar ég gekk heim úr prófi í dag fékk ég hugmynd, nefnilega eftirfarandi: tónlist er einskonar fíkniefni, hún er "mood-altering drug". Ég hef nefnilega komist að því að ég get stýrt skapinu mínu með iPodinum þegar ég er að ganga heim úr skólanum. Ef spilað er eitthvað hressandi er ég mjög hress þegar ég kem heim, eitthvað þungt þá er þyngra yfir mér, og ef eitthvað glæsilegt eins og sálumessu Mózarts þá langar mig til að lesa heimspeki og nema nýlendur í nafni Vestrænnar menningar.

Best að ég láti þessa hugmynd mína ekki berast til stjórnvalda -- annars færu þeir að skattleggja allt sem viðkemur tónlist. Ég get alveg alltof auðveldlega ímyndað mér eitthvað svona Fahrenheit 451 samfélag, þar sem leynilögreglan ryðst inn og tekur iPoda af fólki, og þar sem Steve Jobs er eins konar arch-leader of the resistance... Jæja, I've taken this far enough. I was feeling silly today.