10.2.2005 kl. 15:12

Hahaha....

Morgunblaðið presents: The Thrill Of Politics!

"Halldór sagði, að svo virtist sem verkaskipting forustu Samfylkingarinnar væri sú, að formaðurinn sæi um fortíðina og varaformaðurinn um framtíðina. Sagðist Halldór hafa verið síðustu daga á ferð úti á landi og sagði að fólkið í landinu hefði engan áhuga á þessu máli og engan áhuga á [stríðinu í Írak] heldur hefði það áhuga á framtíðinni. Sagðist Halldór síðan vilja biðja þingmanninn að hætta þessari vitleysu"

Já, mér þykir nú írónískt að formaður flokks með 8-10% fylgi á landsvísu þykist geta talað fyrir hönd þjóðarinnar. En varla hefur lýðræðið brugðist okkur? Nei, slíkt gerist ekki.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði að þeir Halldór, George W. Bush og Tony Blair ættu það sameiginlegt að vilja ekki tala mikið um þetta mál.

Já, það má margt segja um hann Steingrím, en hann kann að koma fyrir sig orði.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 10.2.2005 kl. 23:52
Sindri

Heyrðu vinurinn. Afhverju er ég ekki með svona kommentakerfi hjá mér? Ég er nú að prufukeyra þetta meingallaða Mentat-kerfi þitt. Því ekki að bæta við kommentafítusnum hjá mér líka?

Freyr the Anonymous Coward | 11.2.2005 kl. 00:26
Unknown User

...ég er ekki alveg að skilja..., er þetta sarcasmi þarna í endan með Steingrím?

Sveinbjörn | 11.2.2005 kl. 20:13
Sveinbjörn

Nei, ekki kaldhæðni. Gagnrýni hans á ríkisstjórnina er oft *on the spot*, þótt það að kalla menn gungur og bleyður teljist tæpast sem mælska. Fannst þetta fyndin athugasemd hjá honum.

Og Sindri, ég skal skella þessu comments kerfi upp hjá þér líka.

Sindri | 11.2.2005 kl. 20:30
Sindri

Í sambandi við samræður Stevens og Jones þá ætti að banna að birta svona lagað. Ég skrifaði fimm löng svör sem öll væru efni í góða B.A ritgerð í heimspeki en ég strokaði þau jafnóðum út. Ég hef ákveðið að birta ekkert af því sem ég skrifaði því ég komst ekki að neinni konkret niðurstöðu. Ég hitnaði allnokkuð í skallanum við þessar rökfærslur. Það er ekkert hægt að sanna svona fullyrðingar. Hins vegar vil ég minnast á eitt:

Ef við skilgreinum hamingju eða hið góða líf út frá sjónarhorni einhvers eins manns, þ.e.a.s við segjum hið góða líf vera það líf sem hann telur best að lifa, sama í hvernig formi það er, þá mun hann vera mótíveraður af því að lifa þessu lífi. Það er engin spurning. Þar af leiðandi mun hann vera mótíveraður af hamingjunni!

Q.e.d.

Sindri | 11.2.2005 kl. 20:36
Sindri

Þakka þér fyrir það Sveinbjörn. Í sambandi við hann Steingrím J. þá finnst mér hann ágætur karlinn. Hann ber af í ræðumennsku af öllum alþingismönnum. Hann er duglegur við að gagnrýna ríkisstjórnina á mjög sanngjarnan og skemmtilegan hátt.