9.2.2005 kl. 05:35
Í dag byrjaði ég í kúrsi sem heitir "Hugur, Mál og Hugfræði" eða "Mind, Language and Cognitive Science". Hann er kenndur á ensku, og allir nemendurnir (að mér og tveimur öðrum undanskildum, þ.á.m. Magnús nokkur Norðdahl) eru erlendir, frá Frakklandi og Ítalíu. Þetta er fimm eininga kúrs, og er hann kenndur 3 klst. á dag (frá 16-19) alla daga vikunnar, helgar einnig, á meðan á honum stendur. Þessi kúrs kemur ofan á hina fjóra kúrsana sem ég er skráður í, þannig að suma daga er ég frá kl. 9 um morguninn til 7 á kvöldin, 10 samfleyttar klukkustundir af skólasetu. Það verður merkilegt að sjá hvernig þetta reynist. Efni kúrsins er mjög þó áhugavert, og snertir fyrst og fremst tengsl milli tungumáls, huga og skynjunar.

Talaði við nokkra af nemendunum frá Frakklandi í dag. Þeir voru hneykslaðir yfir verðinu á bjór og spurðu "How dejee manache? Een France, we buy biere for one Euro!". Varla líður sá dagur sem ég spyr sjálfan mig ekki sömu spurningar. Death to expensive beer! Gerumst bara allir frjálshyggjumenn og lögleiðum heróin.

2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 9.2.2005 kl. 17:41
Aðalsteinn

Er það Þorsteinn Gylfason sem laðar alla þessa útlendinga hingað? Eða er þetta eitthvað ESB styrkjaverkefni? Eða alltént fynnst manni skrítið að ferja allt þetta lið til Íslands þegar svona fáir Íslendingar taka þátt. En það var kannski ekki vitað fyrirfram.

Sveinbjörn | 9.2.2005 kl. 23:56
Sveinbjörn

Þetta er eitthvað samstafsverkefni við einhverja erlenda skóla. Held að kúrsinn sé fyrst og fremst hugsaður fyrir þá. Hann stendur bara yfir í 2 vikur, gefur fólki tækifæri til að kynnast landinu og svona...einhver hópferð plönuð fyrir fólk til að sjá Gullfoss og Geysi...you know the score.