26.1.2005 kl. 15:40
Rosalega er mikið af heimsku fólki með mér í "Inngangi að Rökfræði II".

There, I said it.

Mér finnst ekkert eðlilegt að eða-innleiðsla í rökfræði skuli vefjast fyrir fólki. Tökum eftirfarandi dæmi:

Jón er bókhaldari.
A

Segjum nú að þessi setning sé sönn. Af henni má þá leiða aðra sanna setningu:

Jón er bókhaldari eða Jón er með sýfilis.
A v B

Fyrst við vitum að setningin "Jón er bókhaldari" er sönn þá er auðvitað hægt að skeyta við endalausum eða-klausum og fengið áfram sanna setningu. Hvernig getur þetta vafist svona fyrir fólki? Ég sat í rökfræðitíma í dag og þjáðist meðan það var verið að negla þetta inn í hausinn á einhverjum gufum sem þar sátu. Eflaust skildi þorri manna þetta, en það voru alveg merkilega margir sem bara skildu þetta ekki, aðallega kvenkyns og miðaldra...

Ég er á þeirri skoðun að ef fólk er ófært um að skilja grundvallaratriði í rökfræði, þá er það að eyða tíma sínum í heimspeki, og ætti sennilega bara helst að láta nám á háskólastigi alveg vera.