7.1.2005 kl. 12:58

Jæja!

Ég vil benda þeim nördum sem staldra við á þessari aumu síðu minni að Richard Stallman er að koma til Íslands og mun halda tvo fyrirlestra næsta mánudag og þriðjudag.

Hver einasti áhugamaður um þróun í tölvuheiminum ætti hiklaust að mæta. Stallman mun ræða um höfundaréttarlöggjöf og hvernig hún stangast á við tölvuvæðingu samtímans, og einnig um hugbúnaðareinkaleyfi ("software patents").